Umsýsla og ábyrgð á Hólsá og Skútuá

Málsnúmer 1102126

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 204. fundur - 01.03.2011

Vinnuhópur Stangveiðifélags Siglfirðinga um málefni Hólsár og Skútuár, óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um að SVFS fari með umsýslu og ábyrgð á Hólsá og Skútuá.

Það er skoðun vinnuhópsins að slæm umgengni og afskiptaleysi hafi rýrt búsvæði bleikjunnar verulega í þessum ám.

 

Bæjarráð telur rétt að boða fulltrúa vinnuhópsins á næsta fund bæjarráðs.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 209. fundur - 05.04.2011

Á fund bæjarráðs kom sendinefnd stangveiðifélagsins, skipuð Boga Sigurbjörnssyni og Sigurði Hafliðasyni til að fylgja eftir erindi félagsins þess efnis að SVFS fari með umsýslu og ábyrgð á Hólsá og Skútuá í Siglufirði. 
Bæjarráð leggur áherslu á að tekið verði tillit til lífríkis ánna við fyrirhugað skipulag svæðisins.