Verkefniskynning AFE um þjónustuhöfn á Siglufirði

Málsnúmer 1103058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 206. fundur - 15.03.2011

Málinu frestað til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 207. fundur - 22.03.2011

Á fund bæjarráðs komu fulltrúar frá Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar, Magnús Þór Ásgeirsson framkvæmdarstjóri og Stefanía Steinsdóttir verkefnastjóri, ásamt Halldóri Jóhannssyni landslagsarkitekt, frá Teikn á lofti og kynntu möguleika Fjallabyggðar í þjónustu á Norðurslóðum sem tengjast siglingum um Norðurslóðir, olíuleit og vinnslu við austur Grænland, námuvinnslu á Grænlandi og leitar- og björgunarstörfum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 209. fundur - 05.04.2011

Lögð fram verkefniskynning Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um aðgerðaráætlun AFE varðandi erlendar fjárfestingar og markaðssetningu.