Bæjarráð Fjallabyggðar

208. fundur 29. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00 í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Framlenging samnings um akstur og urðun sorps frá Fjallabyggð

Málsnúmer 1103103Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íslenska gámafélaginu um framlengingu samnings um akstur og urðun sorps.
Afgreiðslu frestað.

2.Framlenging samnings um rekstur gámasvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1103104Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Íslenska gámafélaginu um framlengingu samnings um rekstur gámasvæða.

Afgreiðslu frestað.

3.Fyrirspurn um að halda bíósýningar í Tjarnarborg

Málsnúmer 1012046Vakta málsnúmer

Menningarnefnd hefur fjallað um þá hugmynd að endurvekja sýningar í Tjarnarborg í samstarfi við Sam-bíóin.

Hægt er að nota góðan skjávarpa til að sýna DVD myndir í salnum. Það er mat menningarfulltrúa að óháð slíkum sýningum sé nauðsynlegt að koma upp slíkum búnaði til að halda vinnufundi, ráðstefnur, málþing og fyrirlestra í salarkynnum Tjarnarborgar. Áætlaður kostnaður með hljóðkerfi er um 3 m.kr., án vinnu.

 

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2012.

 

4.Stoðveggir

Málsnúmer 1012036Vakta málsnúmer

Lagðar fram endurskoðaðar tölur deildarstjóra tæknideildar vegna framkvæmda við gerð stoðveggja.
Tæknideild leggur til við bæjarráð fram komnar tillögur til að vega og meta þátttöku bæjarfélagsins í slíkum kostnaði sé hann fyrir hendi.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að framkomnar viðmiðurnarreglur verði samþykktar og að gengið sé út frá 20% þáttöku bæjarfélagsins í stoðveggjasmíði enda liggi fyrir samþykki tæknideildar á aðkomu bæjarfélagsins á framkvæmdinni hverju sinni.

5.Umsóknir frá félögum og félagasamtökum um styrk til greiðslu fasteignaskatts 2011

Málsnúmer 1102145Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir og styrkupphæðir samtals að upphæð kr. 1.420.843.-
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að umræddir styrkir verði samþykktir.

6.Innkaupareglur Fjallabyggðar - endurskoðun og yfirferð

Málsnúmer 1012082Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir útreikninga á viðmiðunartölum sem fram koma í innkaupareglum Fjallabyggðar.
Gengið er út frá forsendum sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarráðs.

Upphæðir í 4. grein vegna samningsfjárhæða verða:
Vegna framkvæmda 17 m.kr.
Vegna þjónustu 9 m.kr.
Vegna vörukaupa 5 m.kr.

Upphæð í 9. grein vegna heimilda til undirmanna verður 500 þ.kr.

Upphæðir í 18. grein vegna verðfyrirspurna verða:
Vegna framkvæmda 300 þ.kr.
Vegna þjónustu 300 þ.kr.
Vegna vörukaupa 100 þ.kr.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að almenna reglan sé sú að viðhafa útboð og verðkannanir.

7.Trúnaðarmál - skipulags- og byggingamál

Málsnúmer 1103105Vakta málsnúmer

Um afgreiðslu þessa liðar vísast til bókunar í trúnaðarbók.

8.Trúnaðarmál - Atvinnumál

Málsnúmer 1103106Vakta málsnúmer

Um afgreiðslu þessa liðar vísast til bókunar í trúnaðarbók.

9.Rekstraryfirlit janúar - febrúar 2011

Málsnúmer 1103100Vakta málsnúmer

Rekstraryfirlit lagt fram til kynningar.

10.Niðurskurður í skólum

Málsnúmer 1103099Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi frá umboðsmanni barna þar sem skorað er á sveitarfélög að endurskoða tillögur um niðurskurð og hagræðingu í skólakerfinu.

11.Samkomulag um stofnun og skiptingu framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð

Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá bæjarráði Akureyrar frá 24. mars 2011. Í bréfinu kemur fram ósk um viðræður um endurskoðun samkomulagsins á grundvelli breyttra forsenda.

Bæjarstjóri greindi bæjarráði frá því að fundur bæjar- og sveitarstjóra á Eyjafjarðarsvæðinu verði haldinn hið fyrsta til að ljúka samningi um skiptingu kostnaðar við endurbyggingu á húsnæði fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

12.Lóðarréttur að Brekkugötu 9 og lóðar við bæjarlæk á Brimnesi

Málsnúmer 1103022Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá Landslögum - lögmönnum bæjarfélagsins um stöðu mála.

13.Fundargerð stjórnar Hornbrekku frá 15. mars 2011

Málsnúmer 1103097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð frá 15. mars 2011.
Í fundargerðinni kemur m.a. fram ósk um viðræður við bæjaryfirvöld um breytingar og endurbætur á húsnæði Hornbrekku.

Bæjarráð telur eðlilegt að fá fulltrúa stjórnar og forstöðumann á næsta fund bæjarráðs.

 

14.Samráðsfundur með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkir að halda fund með Dalvíkurbyggð til að ræða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna.

Fundi slitið - kl. 19:00.