Fyrirspurn um að halda bíósýningar í Tjarnarborg

Málsnúmer 1012046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Menningarnefnd hefur fjallað um þá hugmynd að endurvekja sýningar í Tjarnarborg í samstarfi við Sam-bíóin.

Hægt er að nota góðan skjávarpa til að sýna DVD myndir í salnum. Það er mat menningarfulltrúa að óháð slíkum sýningum sé nauðsynlegt að koma upp slíkum búnaði til að halda vinnufundi, ráðstefnur, málþing og fyrirlestra í salarkynnum Tjarnarborgar. Áætlaður kostnaður með hljóðkerfi er um 3 m.kr., án vinnu.

 

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar 2012.