Innkaupareglur Fjallabyggðar - endurskoðun og yfirferð

Málsnúmer 1012082

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 207. fundur - 22.03.2011

Lagðar fram tillögur um breytingar á 24. grein innkaupareglna Fjallabyggðar, en reglurnar gera ráð fyrir að fjárhæðirnar séu yfirfarnar ár hvert og endurskoðaðar í upphafi nýs kjörtímabils.
Vísast hér í 4. grein, 9. grein og 18. grein.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að framreikna fjárhæðirnar m.t.t. vísitölu 31/5, 2001 sem var 209,4 stig til 1/1 2011 en þá var hún 365,5. 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Bæjarráð samþykkir útreikninga á viðmiðunartölum sem fram koma í innkaupareglum Fjallabyggðar.
Gengið er út frá forsendum sem samþykktar voru á síðasta fundi bæjarráðs.

Upphæðir í 4. grein vegna samningsfjárhæða verða:
Vegna framkvæmda 17 m.kr.
Vegna þjónustu 9 m.kr.
Vegna vörukaupa 5 m.kr.

Upphæð í 9. grein vegna heimilda til undirmanna verður 500 þ.kr.

Upphæðir í 18. grein vegna verðfyrirspurna verða:
Vegna framkvæmda 300 þ.kr.
Vegna þjónustu 300 þ.kr.
Vegna vörukaupa 100 þ.kr.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á að almenna reglan sé sú að viðhafa útboð og verðkannanir.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 244. fundur - 31.01.2012

Á 208. fundi bæjarráðs þann 29.03.2011 voru gerðar breytingar á innkaupareglum bæjarfélagsins. Bæjarstjóri lagði fram innkaupareglur frá Garðabæ til skoðunar og yfirferðar og benti á að í þeim reglum væri ýmislegt sem betur mætti fara í núgildandi innkaupareglum Fjallabyggðar.

Bæjarráð óskar eftir tillögu frá bæjarstjóra að breytingum fyrir næsta fund bæjarráðs.