Samráðsfundur með Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 1103117

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 208. fundur - 29.03.2011

Bæjarráð samþykkir að halda fund með Dalvíkurbyggð til að ræða sameiginlega hagsmuni sveitarfélaganna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 212. fundur - 20.04.2011

Undir þessum lið sátu fundinn frá Dalvíkurbyggð; Kristján E. Hjartarson formaður bæjarráðs, Jóhann Ólafsson, Valdís Guðbrandsdóttir, Guðmundur St. Jónsson forseti bæjarstjórnar, Svanfíður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri og Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

Til umfjöllunar:

a) Kynning bæjarfulltrúa og starfsmanna.
Fundarmenn kynntu sig og gerðu grein fyrir hlutverkum sínum hjá sveitarfélögunum.

b) Stjórnsýsla og helstu verkefni sveitarfélagsins.
Bæjarstjórar gerðu grein fyrir skipuritum og hvernig stjórnsýslan er byggð upp í sveitarfélögunum.

c) Hvaða verkefni eru nú unnin sameiginlega?
Farið yfir þau verkefni sem sveitarfélögin eiga nú samstarf um s.s. barnaverndarnefnd, málefni fatlaðra, landupplýsingakerfi.


d) Hvaða verkefni eru áhugaverð samstarfsverkefni?
Rætt um sameiginleg hagsmunamál og möguleg önnur samstarfsverkefni í starfsemi sveitarfélaganna með það að leiðarljósi að efla þá þjónustu sem þegar er til staðar í sveitarfélögunum og styrkja þannig stoðir þessa samfélaga.

Fram kom hugmynd um að setja þurfi á formlegan samráðsvettvang og samstarf sveitarfélaganna.
lagði bæjarráð Fjallabyggðar fram drög að samþykktum fyrir samstarf sveitarfélaga á Tröllaskaga.
Bæjarfélögin munu taka þessi drög til skoðunar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 213. fundur - 03.05.2011

Á sameiginlegum fundi bæjaráða Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar 20. apríl s.l. lagði bæjarráð Fjallabyggðar fram drög að samþykktum fyrir samstarf sveitarfélaga á Tröllaskaga.
Í framhaldi af góðum fundi bæjarráðanna er nú lögð fram tillaga Dalvíkurbyggðar að viljayfirlýsingu um samstarf sveitarfélaganna á Tröllaskaga; Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að vísa framkomnum hugmyndum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 64. fundur - 10.05.2011

Til máls tók Ólafur H. Marteinsson.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum eftirfarandi viljayfirlýsingu.

Viljayfirlýsing um samstarf sveitarfélaga á Tröllaskaga;
Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.

1.      Bæjarstjórnir sveitarfélaganna á Tröllaskaga, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, samþykkja að eiga með sér samstarf um sameiginleg hagsmunamál sveitarfélaganna, og efla og styrkja enn frekar núverandi samstarf þeirra, með það að leiðarljósi að efla þá þjónustu sem þegar er  til staðar í sveitarfélögunum og styrkja þannig stoðir þessara samfélaga.

2.      Samráðsfundir bæjarráða sveitarfélaganna skulu haldnir þegar þurfa þykir eða sveitarstjórnir óska eftir því skriflega og sé þá greint frá hvert fundarefni skuli  vera.   

3.      Um hvert það verkefni, þar sem lagt er til að sveitarfélögin taki upp samstarf, skal leggja sérstakan samning fyrir bæjarráð og bæjarstjórnir sveitarfélaganna þar sem m.a. kemur fram hvernig verka- og kostnaðarskipting skal vera.  

4.      Í sameiginlegum málum koma fulltrúar sveitarfélaganna sameiginlega fram fyrir hönd þeirra gagnvart ríkisvaldinu og öðrum eftir því sem við á. 

5.      Þetta samkomulag verður endurskoðað vorið 2012 með hliðsjón af því hvort ástæða er til að formgera samvinnu sveitarfélaganna enn frekar.

 

Bæjarráð Fjallabyggðar - 317. fundur - 22.10.2013

Lagðir fram minnispunktar frá fundi bæjarstjóra og formanni bæjarráðs með fulltrúum Dalvíkurbyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 320. fundur - 05.11.2013

Lagt fram bréf frá Dalvíkurbyggð dagsett 18. október um samstarf á sviði skólamála og félagsmála.

Bæjarráð tekur vel í framkomnar hugmyndir, en leggur áherslu á að slíkt samstarf verði til eins árs og að því loknu verði málið tekið aftur til skoðunar í takt við reynsluna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 322. fundur - 12.11.2013

Lagt fram til kynningar mögulegt samstarf við Dalvíkurbyggð á sviði skólamála, sér í lagi tónskóla.

Bæjarráð minnir á fyrri bókun frá 5. nóvember s.l. þar sem fram kom áhersla á að slíkt samstarf verði til eins árs og að því loknu
verði málið tekið aftur til skoðunar í takt við reynsluna.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 328. fundur - 07.01.2014

Lagður fram undirritaður samningur á milli Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar, er varðar samstarf um tónlistarskóla.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 351. fundur - 12.08.2014

Formaður bæjarráðs bauð byggðarráð og sveitarstjóra Dalvíkur velkomna til samráðsfundar.

Frá Dalvíkurbyggð mættu, Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Kristján Guðmundsson, Guðmundur St. Jónsson og Bjarni Theódór Bjarnason sveitarstjóri.

Til umræðu voru almenningssamgöngur, heilbrigðismál, málefni fatlaðra - Byggðasamlagið Rætur, skólamál og fleira.

Fundarmenn sammála um að boða til sameiginlegs fundar 8. september kl. 17 á Dalvík, bæjar- og byggðarráðs með skólastjórnendum, deildar og sviðsstjórum og formönnum fræðsluráðs/-nefndar sveitarfélaganna.