Bæjarráð Fjallabyggðar

205. fundur 08. mars 2011 kl. 17:00 - 19:00 í ráðhúsinu á Siglufirði
Nefndarmenn
  • Ólafur Helgi Marteinsson formaður
  • Ingvar Erlingsson varaformaður
  • Helga Helgadóttir aðalmaður
  • Bjarkey Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður V Ásbjarnarson bæjarstjóri
  • Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Ólafur Þór Ólafsson skrifstofu- og fjármálastjóri

1.Varðar efnistöku á Siglunesi

Málsnúmer 1103007Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá 28. febrúar 2011, undirritað af Brynju Ingunni Hafsteinsdóttur og Margréti St. Þórðardóttur.

Fram kemur í bréfinu m.a. að landeigendur að Siglunesi 4,5, og 6 mótmæla harðlega ákvörðun skipulags - og umhverfisnefndar Fjallabyggðar frá 14. febrúar sl. þar sem nefndin veitti heimild til grjóttínslu úr landi Vélsmiðju Hjalta Einarssonar, til sjóvarna.

 

Lagt fram til kynningar.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar lögmanns sveitarfélagsins og fagnefndar.

2.Aðild Fjallabyggðar að Farskólanum-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1011066Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Karítas Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa um húsnæðismál fyrir fullorðinsfræðslu á vegum Símeyjar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Símey fái inni í skólahúsnæði bæjarfélagsins á Ólafsfirði og á Siglufirði með sína starfsemi sem áður var til húsa í fyrrum húsnæði gagnfræðaskólans á Ólafsfirði.
Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að sjá um afgreiðslu málsins.

3.Drög að samningi frá Margvís vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga

Málsnúmer 1102056Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá Karítas Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa um m.a. drög að samningi frá Margvís ehf. vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Fjallabyggð leggur til kennslu- og starfsaðstöðu fyrir kennara og greiðir akstur á milli Akureyrar og Siglufjarðar.

Fræðslunefnd telur mikilvægt að nemendur fái kennslu í sinni heimabyggð og telur brýnt að sveitarfélagið leggi til umrædda aðstöðu til íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Fræðslunefnd telur og rétt að Símey taki að sér þau verkefni sem áður voru vistuð hjá Farskólanum.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur úr bæjarsjóði til að standa undir húsaleigugreiðslum fyrir umrædd námskeið.

Áætlaður kostnaður fyrir eitt námskeið er kr. 46.500.-

4.Upplýsingakerfi sveitarfélagsins - viðbætur

Málsnúmer 1103014Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra dags. 03.03.2011 er tekur á þörf fyrir upplýsingakerfi fyrir félagsþjónustuna.

Kerfið er til skráningar og skýrslugerðar fatlaðra og í barnaverndarmálum.

Bæjarfélagið hefur nú þegar samið við OneSystem um skjalakerfi og er hér um að ræða tilboðsverð í viðbætur við það kerfi.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á fjárhagsáætlun fyrir málaflokk félagsþjónustunnar vegna stofnkostnaðar að upphæð kr. 426.700.- og þjónustugjald á ári kr. 328.203.-

5.Fastar akstursgreiðslur skólastjórnenda

Málsnúmer 1103005Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur um akstursgreiðslur fyrir skólastofnanir Fjallabyggðar en um er að ræða skólastjórnendur leikskóla, tónskóla og grunnskóla.

Bæjarráð telur rétt að umræddar tillögur verði samþykktar.

6.Kirkjuvegur 4 Ólafsfirði - heimild til niðurrifs

Málsnúmer 1103013Vakta málsnúmer

Bæjarráð samþykkti að auglýsa Kirkjuveg 4, Ólafsfirði til sölu á 188. fundi sínum 26. október s.l.
Ekki hefur tekist að selja eignina og samþykkir bæjarráð því nú að óska tilskilinna leyfa til að rífa húsið.
Jafnframt að leitað verði tilboða í niðurrif og frágang á umræddri lóð og upplýsingum frá tæknideild um förgunarkostnað.

7.Leiguíbúðir Fjallabyggðar

Málsnúmer 1012081Vakta málsnúmer

Lagðar fram upplýsingar um niðurstöður verðkönnunar meðal fasteignasala. Um er að ræða íbúðir sem bæjarfélagið er tilbúið til að selja fáist viðunandi tilboð.

Bæjarráð samþykkir að fela Hvammi fasteignasölu, sölu og gerð verðmats.

8.Hólavegur 83 Siglufirði

Málsnúmer 1101138Vakta málsnúmer

Borist hefur eitt tilboð í húseignina Hólaveg 83 á Siglufirði, frá Önnu Maríu Björnsdóttur og Óskari Þórðarsyni.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bjóðendur.

9.Akstursþjónusta fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 1103024Vakta málsnúmer

Jón Helgi Ingimarsson hefur fest kaup á fjölnota bíl sem hentar m.a. til að þjónusta Fjallabyggð. Nefnir hann m.a. félagsþjónustu, skóla og fleira.

Auk þess er hann tilbúinn til að kaupa bifreið Fjallabyggðar sem er sambærileg og er tilbúinn að bjóða í allan akstur á vegum bæjarfélagsins.

 

Bæjarráð telur rétt að kanna málið og óskar eftir umsögn fræðslu- og félagsmálanefndar um þörf og fyrirkomulag aksturs.
Verði það niðurstaðan að kaupa akstursþjónustu þá verði um útboð að ræða.

10.Uppgjör á skiptingu kostnaðar við endurbætur á skólahúsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga

Málsnúmer 1103015Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf bæjarstjóra dags. 3.03.2011 um uppgjör á milli sveitarfélaga við Eyjafjörð og ríkis um endurbyggingu og breytingum á húsnæði fyrir Menntaskólann á Tröllaskaga.

 

Lagt fram til kynningar.

11.Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Málsnúmer 1103025Vakta málsnúmer

Bæjarráð óskar eftir fullnaðarumboði bæjarstjórnar til að ganga frá kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu 9. apríl 2011.

Einnig fullnaðarumboði til að úrskurða um athugasemdir sem kunna að berast.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að kjörstaðir verði tveir þ.e. í Tjarnarborg Ólafsfirði og í ráðhúsinu á Siglufirði. 

Bæjarráð leggur einnig til að kjörstaðir verði opnir frá kl. 10.00 til 20.00.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar mun hefjast 16. mars. 2011.

12.Mótmæli vegna breytinga á hollustuháttum um sundstaði - undirskriftarlisti

Málsnúmer 1102151Vakta málsnúmer

Foreldrar barna í Ólafsfirði sem fædd eru árið 2002, óska eftir því að bæjaryfirvöld mótmæli harðlega við þar til bæra aðila, þeim breytingum er gerðar voru á reglugerð um hollustuhætti á sundstöðum. Ný reglugerð, 14. gr. 814/2010 mismunar að þeirra mati þeim einstaklingum er gátu farið í sund án fylgdar árið 2010.
Bæjarráð samþykkir að leita umsagnar frístundanefndar.

13.Fundagerðir vinnuhóps bæjarráðs um fræðslumál í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101040Vakta málsnúmer

Fundargerð 4. og 5. fundar lagðar fram til kynningar.

14.Fundargerð vinnuhóps bæjarráðs um uppbyggingu íþrótta og útivistarsvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 1101106Vakta málsnúmer

Fundargerð 3. fundar lögð fram til kynningar.

15.XXV.landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 1102152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tilkynning frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um að XXV. landsþing sambandsins verði haldið föstudaginn 25. mars 2011 í Reykjavík.

16.Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga

Málsnúmer 1102156Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 23. febrúar 2011, þar sem auglýst er eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Kjörnefnd, sem skipuð hefur verið til undirbúnings kjörs stjórnar og varastjórnar, óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að þeim gefist tími til að skila inn framboðum.

17.Fundargerð 784. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. febrúar 2011

Málsnúmer 1103023Vakta málsnúmer

Fundargerð lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 19:00.