Drög að samningi frá Margvís vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga

Málsnúmer 1102056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Lagt fram minnisblað frá Karítas Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa um m.a. drög að samningi frá Margvís ehf. vegna íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Fjallabyggð leggur til kennslu- og starfsaðstöðu fyrir kennara og greiðir akstur á milli Akureyrar og Siglufjarðar.

Fræðslunefnd telur mikilvægt að nemendur fái kennslu í sinni heimabyggð og telur brýnt að sveitarfélagið leggi til umrædda aðstöðu til íslenskukennslu fyrir útlendinga.

Fræðslunefnd telur og rétt að Símey taki að sér þau verkefni sem áður voru vistuð hjá Farskólanum.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að veittur verði styrkur úr bæjarsjóði til að standa undir húsaleigugreiðslum fyrir umrædd námskeið.

Áætlaður kostnaður fyrir eitt námskeið er kr. 46.500.-