Aðild Fjallabyggðar að Farskólanum-miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra

Málsnúmer 1011066

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Lagt fram minnisblað frá Karítas Skarphéðinsdóttur Neff, fræðslu- og menningarfulltrúa um húsnæðismál fyrir fullorðinsfræðslu á vegum Símeyjar.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Símey fái inni í skólahúsnæði bæjarfélagsins á Ólafsfirði og á Siglufirði með sína starfsemi sem áður var til húsa í fyrrum húsnæði gagnfræðaskólans á Ólafsfirði.
Fræðslu- og menningarfulltrúa er falið að sjá um afgreiðslu málsins.