Upplýsingakerfi sveitarfélagsins - viðbætur

Málsnúmer 1103014

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 205. fundur - 08.03.2011

Lagt fram minnisblað frá félagsmálastjóra dags. 03.03.2011 er tekur á þörf fyrir upplýsingakerfi fyrir félagsþjónustuna.

Kerfið er til skráningar og skýrslugerðar fatlaðra og í barnaverndarmálum.

Bæjarfélagið hefur nú þegar samið við OneSystem um skjalakerfi og er hér um að ræða tilboðsverð í viðbætur við það kerfi.

 

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja breytingu á fjárhagsáætlun fyrir málaflokk félagsþjónustunnar vegna stofnkostnaðar að upphæð kr. 426.700.- og þjónustugjald á ári kr. 328.203.-