Bæjarráð Fjallabyggðar

892. fundur 01. október 2025 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Fjárhagsáætlun 2026 og þriggja ára áætlun 2027-2029

Málsnúmer 2509018Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri lagði fram drög að forsendum og greinargerð vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026. Lögð er fram tillaga að almennum forsendum fjárhagsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir óbreyttu álagningarhlutfalli útsvars og almennum verðlagsbreytingum um 4% frá fyrra ári sem og 4% almennri hækkun rekstrargjalda í fjárhagsáætlunarramma ársins 2026.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu að almennum forsendum fjárhagsáætlunar þar sem gert er ráð fyrir óbreyttu álagningarhlutfalli útsvars og almennum verðlagsbreytingum um 4% í gjaldskrám sem og 4% hækkun rekstrargjalda í fjárhagsáætlunarramma ársins 2026. Verðlagsbreytingar ná ekki til álagningu fasteignagjalda sem verða skoðuð sérstaklega m.t.t. verulegrar hækkunar fasteignamats í Fjallabyggð á undanförnum árum með það fyrir augum að draga eins og kostur er úr áhrifum hækkaðs fasteignamats.

2.Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk 2026

Málsnúmer 2509078Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Kvennaathvarfinu á Norðurlandi þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026 en óskað er eftir styrk frá sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra samtals að upphæð 4,3 milljónir króna þar sem hlutur Fjallabyggðar væri kr. 263.075.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að halda áfram stuðningi við Kvennaathvarfið á Norðurlandi. Bæjarráð vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.

3.Boð um þátttöku í samráði - Drög að frumvarpi til laga um öryggisráðstafanir samkvæmt dómsúrlausn

Málsnúmer 2509071Vakta málsnúmer

Félags - og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs "Drög að frumvarpi til laga um öryggisráðstafanir samkvæmt dómsúrlausn". Umsagnarfrestur er til 12.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

4.Boð um þátttöku í samráði - Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 2509072Vakta málsnúmer

Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs "Frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr 138/2011". Umsagnarfrestur er til og með 13.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leggja fram tillögu að umsögn fyrir næsta fund bæjarráðs.

5.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Umhverfis - og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um borgarstefnu fyrir árin 2025-2040. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 10.október n.k.
Sama nefnd sendir jafnframt til umsagnar frumvarp til laga um stefnur og aðgerðaráætlanir á sviði húsnæðis - og skipulagsmála, samgangna og byggðamál. Frestur til að skila inn umsögn er til og með 9.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Öryggi barna í bíl

Málsnúmer 2509085Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður úr könnun sem gerð var við 38 leikskóla um öryggi barna í
ökutækjum. Niðurstöður í Fjallabyggð eru á þann veg að öryggisbúnaður allra barna var til fyrirmyndar.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fagnar jákvæðum niðurstöðum könnunar um öryggi barna í ökutækjum í Fjallabyggð.

Fundi slitið - kl. 09:15.