Kvennaathvarf - Umsókn um rekstrarstyrk 2026

Málsnúmer 2509078

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 892. fundur - 01.10.2025

Fyrir liggur erindi frá Kvennaathvarfinu á Norðurlandi þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026 en óskað er eftir styrk frá sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra samtals að upphæð 4,3 milljónir króna þar sem hlutur Fjallabyggðar væri kr. 263.075.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að halda áfram stuðningi við Kvennaathvarfið á Norðurlandi. Bæjarráð vísar málinu til samþykktar bæjarstjórnar.