Bæjarráð Fjallabyggðar

891. fundur 25. september 2025 kl. 08:15 - 09:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Dúntekja í bæjarlandi Siglufjarðar

Málsnúmer 2106074Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mætti fulltrúi frá Fuglavinafélagi Siglufjarðar, Örlygur Kristfinnsson, sem óskaði eftir því að fá að kynna starfsemi félagsins og möguleika þess á dúntekju.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar Örlygi fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á starfi Fuglavinafélagsins. Bæjarráð telur að það fyrirkomulag sem verið hefur á dúntekju í Siglufirði hafi gengið vel og felur því bæjarstjóra að bjóða samningsaðilum framlengingu á núgildandi samningum til tveggja ára með óbreyttum skilmálum.

2.Skjalastefna Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2509015Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að skjalastefnu Fjallabyggðar ásamt skjalavistunaráætlun.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir skjalastefnuna eins og hún liggur fyrir.

3.Úttekt á Slökkviliði Fjallabyggðar

Málsnúmer 2509045Vakta málsnúmer

Fyrir liggur úttekt á Slökkviliði Fjallabyggðar frá HMS sem gerð var þann 19.maí s.l. Jafnframt liggur fyrir greinargerð slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna úttektarinnar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Líkt og fram kemur í greinargerð slökkviliðsstjóra hefur verið unnið að því frá árinu 2021 að bæta aðbúnað slökkviliðsins og umhverfi í samræmi við þær athugasemdir sem þá komu fram. Frá því að núverandi úttekt var gerð þann 19.maí 2025 hafa þegar nokkur atriði sem gerðar voru athugasemdir við verið lagfærð. Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra greinargerðina og samþykkir að vísa fram komnum athugasemdum og ábendingum slökkviliðsstjóra til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

Bæjarráð telur það skjóta skökku við að HMS geri athugasemdir við viðbragðsmöguleika Slökkviliðs Fjallabyggðar og búnað vegna jarðganga, þegar ábyrgð á að útvega fjármagn til kaupa á búnaði liggur hjá Vegagerðinni.

4.Fundur þingmanna SSNE 2025

Málsnúmer 2509074Vakta málsnúmer

Fundur með þingmönnum kjördæmisins og fulltrúum SSNE er boðaður þriðjudaginn 30.september n.k. á Hótel KEA á Akureyri. Fundað er með fulltrúum allra sveitarfélaga innan SSNE og mun SSNE leggja fram helstu hagsmunamál svæðisins í heild á fundinum. Bæjarstjóri lagði fram nokkra punkta varðandi hagsmunamál Fjallabyggðar til umræðu á fundinum.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð fór yfir nokkur málefni sem mikilvægt er að koma á framfæri við þingmenn varðandi hagsmuni Fjallabyggðar.

5.Erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands er varðar 16.gr. laga nr. 551992

Málsnúmer 2509024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands þar sem gerð er grein fyrir áhrifum laga ef byggingar eru reistar á svæðum sem fyrir fram er vitað að eru sérlega næm fyrir náttúruhamförum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2509047Vakta málsnúmer

Boðað er til ársfundar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á Hilton Reykjavík Nordica þann 1.október n.k.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

7.Umsókn um styrk til hátíða og stærri viðburða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2410025Vakta málsnúmer

Fyrir liggur samantekt á viðburðinum "Myndasöguhátíð Siglufjarðar".
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar góða samantekt á viðburðinum.

8.Stöðufundir skipulags- og framkvæmdasviðs

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur til kynningar vinnuskjal frá stöðufundi skipulags - og framkvæmdasviðs.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 09:30.