Úttekt á Slökkviliði Fjallabyggðar

Málsnúmer 2509045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 891. fundur - 25.09.2025

Fyrir liggur úttekt á Slökkviliði Fjallabyggðar frá HMS sem gerð var þann 19.maí s.l. Jafnframt liggur fyrir greinargerð slökkviliðsstjóra Fjallabyggðar vegna úttektarinnar.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Líkt og fram kemur í greinargerð slökkviliðsstjóra hefur verið unnið að því frá árinu 2021 að bæta aðbúnað slökkviliðsins og umhverfi í samræmi við þær athugasemdir sem þá komu fram. Frá því að núverandi úttekt var gerð þann 19.maí 2025 hafa þegar nokkur atriði sem gerðar voru athugasemdir við verið lagfærð. Bæjarráð þakkar slökkviliðsstjóra greinargerðina og samþykkir að vísa fram komnum athugasemdum og ábendingum slökkviliðsstjóra til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2026.

Bæjarráð telur það skjóta skökku við að HMS geri athugasemdir við viðbragðsmöguleika Slökkviliðs Fjallabyggðar og búnað vegna jarðganga, þegar ábyrgð á að útvega fjármagn til kaupa á búnaði liggur hjá Vegagerðinni.