Bæjarráð Fjallabyggðar

888. fundur 27. ágúst 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Tómas Atli Einarsson varaformaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Knatthús í Fjallabyggð

Málsnúmer 2508022Vakta málsnúmer

Á fund bæjarráðs mættu Þorfinna Þrastardóttir og Kristján R Ásgeirsson frá KF og Óskar Þórðarson fulltrúi UÍF til þess að fara yfir hugmyndir um byggingu knatthúss í Fjallabyggð.
Fulltrúar KF upplýstu að á fundi hjá félaginu hefði verið sátt við þá forgangsröðun að byggja knatthús til þess að bæta aðstöðumál félagsins í stað þess að setja gervigras á heilan völl. KF lýsti því yfir að næstu skref yrðu það að haldinn yrði fundur á vettvangi félagsins þar sem formleg afstaða félagsins til breytinga á stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála 2023-2035 í þá vegu að fjárfest yrði í knatthúsi að stærð 50x72 í stað heils gervigrasvallar.

Samhliða felur bæjarráð bæjarstjóra að kanna fjármögnunarmöguleika og útboð á byggingu slíks húss jafnframt því að leggja fram tillögu að breytingum á stefnumótun og framtíðarsýn íþróttamála 2023 - 2035 fyrir næsta fund bæjarstjórnar í samræmi við afstöðu Knattspyrnufélags Fjallabyggðar.

2.Vallarbraut 1-6

Málsnúmer 2209040Vakta málsnúmer

Við fyrirhugaða afhendingu á þremur íbúðum Fjallabyggðar við Vallarbraut kemur í ljós að veðum sem aflétta átti af íbúðunum í síðasta lagi þann 1. september 2024 var ekki aflétt og því ekki fylgt eftir þegar veðum átti að aflétta er greitt var í samræmi við kaupsamning.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Á íbúðunum hvíla veðbönd í eigu HMS og er bæjarstjóra falið, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að leita leiða til lausnar þannig að hægt sé að aflétta veðböndum.

Bæjarráð harmar að ekki hafi verið betur staðið að málum þegar aflétta átti veðum og leggur áherslu á að komi til frekari framkvæmda í þessa veru muni löggilt fasteignasala sjá um að gæta hagsmuna Fjallabyggðar.

Bæjarráð leggur jafnframt áherslu á framvinda þessa máls hafi ekki áhrif á aðra hugsanlega uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í sveitarfélaginu í samstarfi við HMS t.d. á Ólafsfirði.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2507036Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók

4.Innviðaþing 2025

Málsnúmer 2506041Vakta málsnúmer

Innviðaþing 2025 mun fara fram á morgun, fimmtudag.
Lagt fram til kynningar
Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs munu sitja Innviðaþing 2025 fyrir hönd Fjallabyggðar.

5.Hornbrekka - samningur við SÍ

Málsnúmer 2204077Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri greindi frá því að hann og sviðsstjóri Velferðarsviðs Fjallabyggðar hefðu fundað með starfsfólki Hornbrekku þriðjudaginn 26.ágúst þar sem farið var yfir ýmis málefni tengd stofnuninni í framhaldi af umræðum á síðasta fundi bæjarráðs Fjallabyggðar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

6.Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra en í drögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit reki saman barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra Velferðarsviðs að vinna málið áfram og leggja fram tillögur fyrir næsta fund bæjarstjórnar eftir umræður í Velferðarnefnd.

Þá er bæjarstjóra einnig falið að leggja fyrir bæjarstjórn tillögu að breytingum á Samþykktum Fjallabyggðar vegna nýs fyrirkomulags barnaverndarþjónustu ef af verður.

7.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir Fræðslu- og frístundanefndar, Velferðarnefndar, Skipulags- og umhverfisnefndar og Framkvæmda-,hafna- og veitunefndar Fjallabyggðar.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi fundargerðir með 3 atkvæðum að undanskildum lið 1 í 325.fundi skipulags- og umhverfisnefndar sem vísað er til afgreiðslu bæjarstjórnar Fjallabyggðar.

Fundi slitið - kl. 10:00.