Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 2508035

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 888. fundur - 27.08.2025

Fyrir liggja drög að samningi um Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra en í drögunum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin Akureyrarbær, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Fjallabyggð, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþing, Svalbarðsstrandarhreppur, Tjörneshreppur og Þingeyjarsveit reki saman barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra og sviðsstjóra Velferðarsviðs að vinna málið áfram og leggja fram tillögur fyrir næsta fund bæjarstjórnar eftir umræður í Velferðarnefnd.

Þá er bæjarstjóra einnig falið að leggja fyrir bæjarstjórn tillögu að breytingum á Samþykktum Fjallabyggðar vegna nýs fyrirkomulags barnaverndarþjónustu ef af verður.

Velferðarnefnd Fjallabyggðar - 2. fundur - 03.09.2025

Samningsdrög og kostnaðaráætlun vegna Barnaverndarþjónustu Norðurlands eystra.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Velferðarnefnd beinir því til bæjarstjórnar að ganga til samninga við Barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra út frá fyrirliggjandi samningsdrögum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 261. fundur - 04.09.2025

Á fundi Velferðarnefndar Fjallabyggðar þann 3.september beindi nefndin því til bæjarstjórnar Fjallabyggðar að ganga til samninga við Barnaverndarþjónustu Norðurlands-eystra ásamt Akureyrarbæ, Dalvíkurbyggð, Eyjafjarðarsveit, Grýtubakkahreppi, Hörgársveit, Langanesbyggð, Norðurþingi, Svalbarðsstrandarhreppi, Tjörneshreppi og Þingeyjarsveit á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga.
Samþykkt
Bæjarstjórn staðfestir með 7 atkvæðum tillögu Velferðarnefndar Fjallabyggðar um þátttöku Fjallabyggðar í barnaverndarþjónustu á Norðurlandi eystra sem felur í sér aukna þjónustu í málaflokknum og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra velferðarsviðs að ganga frá undirritun samnings þess efnis sem liggur nú fyrir bæjarstjórn.