Bæjarráð Fjallabyggðar

875. fundur 16. maí 2025 kl. 08:15 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðjón M. Ólafsson formaður bæjarráðs

1.Viðbótarhúsnæði vegna lengdrar viðveru og Frístundar við Grunnskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2403032Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að sameiginlegri riftun leigusamnings að Eyrargötu 3 sem ætlað var fyrir lengda viðveru grunnskólabarna.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir riftun á leigusamningi samkvæmt drögum sem fyrir liggja, umræðum á fundinum og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu með leigusala.

2.Starfsaðstæður og skipulag í Leikskóla Fjallabyggðar

Málsnúmer 2410098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur lokaskýrsla vinnuhóps um betri leikskóla sem skipaður var skólastjóra leikskóla Fjallabyggðar, Kristínu M.H.Karlsdóttur, deildarstjóra í stjórnendateymi leikskóla Fjallabyggðar, Björk Óladóttur, fulltrúa fræðslu- og frístundanefndar, Katrínu Freysdóttur, fulltrúa bæjarstjórnar, S.Guðrúnu Hauksdóttur og deildarstjóra fræðslu-, frístunda - og menningarmála Ríkeyju Sigurbjörnsdóttur.
Í lokaskýrslunni koma fram tillögur hópsins varðandi skóladagatal, mannauð, gjaldskrá og fleira.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar vinnuhópnum fyrir góða vinnu og vísar skýrslu hópsins til umfjöllunar og afgreiðslu í bæjarstjórn.

3.Fjárfestinga og viðhaldsáætlun Tæknideildar 2025

Málsnúmer 2411117Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að breytingum á fjárfestingaáætlun 2025 frá skipulags - og framkvæmdasviði. Tillagan gerir ráð fyrir tilfærslum innan áætlunar og hefur ekki fjárhagsleg áhrif.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdasviðs um tilfærslur á verkefnum innan fjárfestingaáætlunar 2025.

4.Heimild fyrir sölu á bifreiðum.

Málsnúmer 2501015Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá slökkviliðsstjóra um sölu á körfubíl sem ekki hefur verið í notkun í mörg ár.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir beiðni slökkviliðsstjóra.

5.Lög um veiðigjöld 2025

Málsnúmer 2504003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur frumvarp til laga um veiðigjöld 2025 og óskað er eftir umsögn sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð vísar til fyrri bókunar um lög um veiðigjöld og felur bæjarstjóra að koma henni til nefndasviðs.

6.Endurskoðun á samþykkt um stjórn Fjallabyggðar

Málsnúmer 2310018Vakta málsnúmer

Endurskoðaðar samþykktir um stjórn Fjallabyggðar hafa nú verið birtar í Stjórnartíðindum og hefur því nýtt skipulag nefnda tekið gildi. Endurskoðuð erindisbréf nefnda og nýtt nefndadagatal verður lagt fyrir næsta bæjarráðsfund.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Málþing um byggðafestu ungs fólks.

Málsnúmer 2505016Vakta málsnúmer

Nýheimar Þekkingasetur halda málþing í tengslu við verkefnið HeimaHöfn sem fjallar um byggðafestu ungs fólks dagana 23- 24 september n.k. á Höfn í Hornafirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

8.Vinnuskóli Fjallabyggðar 2025

Málsnúmer 2505022Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að launatöxtum fyrir vinnuskóla Fjallabyggðar 2025 sem byggja á áður samþykktum launatöxtum.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir launataxta Vinnuskóla Fjallabyggðar 2025

9.Hátindur 60

Málsnúmer 2212014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla Hátinds 60 verkefnisins fyrir árið 2024 auk annarra upplýsinga um verkefnið og ávinning þess fyrir samfélagið.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar verkefnastjóra fyrir greinargóða samantekt og telur mikilvægt að sú þekking sem komið hefur með verkefninu týnist ekki og verði nýtt áfram til þess að þróa áfram þjónustu við eldri íbúa sveitarfélagsins. Búið er að framlengja samning við verkefnastjóra til þess að tryggja samfellu í þjónustuframboði sveitarfélagsins m.t.t. þeirrar reynslu sem hlaust af verkefninu.

10.Evrópsk samgönguvika

Málsnúmer 2505023Vakta málsnúmer

Fyrir liggja upplýsingar um Evrópska Samgönguviku sem sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök eru hvött til að taka þátt í.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

11.Stöðufundir umhverfis- og tæknideildar

Málsnúmer 2501035Vakta málsnúmer

Fyrir liggja vinnuskjöl vegna 18 og 19.stöðufundar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:00.