Hátindur 60+

Málsnúmer 2212014

Vakta málsnúmer

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 143. fundur - 13.12.2022

Ákveðið að halda opinn kynningarfund um verkefnið Hátind 60 í Fjallabyggð. Hátindur 60 er heiti á þórunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa sveitarfélagsins sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar. Kynningarfundurinn verður haldinn í febrúar, tímasetning ákveðin síðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 144. fundur - 03.03.2023

Greint var frá stöðu verkefnisins Hátindur 60 og hvað hefur áunnist síðustu misseri. Ákveðið er að halda opinn kynningarfund um verkefnið Hátind 60 í Fjallabyggð nú í mars og verður fundurinn auglýstur. Hátindur 60 er heiti á þórunarverkefni í þjónustu við fullorðna íbúa sveitarfélagsins sem hefur að leiðarljósi samþættingu félagsþjónustu og heilbrigðisþjónustu, nýsköpun og heilsueflingu fullorðinna íbúa Fjallabyggðar.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 145. fundur - 14.04.2023

Farið yfir stöðu verkefnisins, Hátindur 60 plús.
Farið yfir stöðu verkefnisins, opnunarhátíð Hátinds 60 plús sem fram fór þann 29. mars sl. fyrir fullu húsi í Tjarnarborg og viðburði og verkefni sem framundan eru.

Öldungaráð Fjallabyggðar - 7. fundur - 18.04.2023

Deildarstjóri gerði grein fyrir stöðu verkefnisins, Hátinds 60 plús og urðu fjörlegar umræður um verkefnið. Fulltrúar félaga eldri borgara lögðu áherslu á að félögin yrðu höfð með í ráðum varðandi framvindu verkefnisins.

Stjórn Hornbrekku - 36. fundur - 09.05.2023

Deildarstjóri og hjúkrunaforstjóri fara yfir stöðu verkefnisins.
Umræður um stöðu Hátindsverkefnisins. Eins og áður hefur komið fram er Hátindur 60 nýsköpunar og þróunarverkefni sem snýr að þjónustu við íbúa Fjallabyggðar, 60 ára og eldri. Helstu markmið eru samþætting félags- og heilbrigðisþjónustu, innleiðing og þróun á tækni í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, heilsuefling og geðrækt. Í umræðunum var m.a. rætt um samning Fjallabyggðar við Sjúkratryggingar Íslands um sveigjanlega dagdvöl og dagþjálfun, sem tók gildi 1. október 2022. Góð reynsla er að samningnum og er áhugi á að leita eftir samstarfi við Sjúkratryggingar um enn frekari útvíkkun á samningnum.

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 148. fundur - 31.08.2023

Deildarstjóri fór yfir verkefnastöðu Hátinds 60 . Í sumar voru haldnar vinnustofur með starfsólki HSN í Fjallabyggð og vinnustofa í samstarfi við Norrænu velferðarmiðstöðina. Yfirskrift stofunnar var “Samþætting heilbrigðis- og félagsþjónustu þvert á skipulagsheildir?. Haustdagsrá Hátinds verður auglýst á næstu dögum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 804. fundur - 15.09.2023

Deildarstjóri félagsmáladeildar mætti til fundarins og fór yfir stöðuskýrslu fyrir Hátind 60 , sem er nýsköpunar- og þróunarverkefni í þjónustu við eldra fólk í Fjallabyggð.
Lagt fram til kynningar
Bæjarráð þakkar deildarstjóra Félagsmáladeildar fyrir yfirferðina á málefnum Hátinds 60 .

Félagsmálanefnd Fjallabyggðar - 152. fundur - 26.01.2024

Deildarstjóri fór yfir verkefnastöðu Hátinds 60, viðburði og verkefni sem framundan eru.