Bæjarráð Fjallabyggðar

872. fundur 30. apríl 2025 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórir Hákonarson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Hákonarson bæjarstjóri

1.Umsóknir um stöðu rekstraraðila tjaldsvæða Fjallabyggðar 2025-2027

Málsnúmer 2504001Vakta málsnúmer

Fyrir liggja undirritaðir samningar við rekstraraðila tjaldsvæða til næstu þriggja ára.
Samþykkt
Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi rekstrarsamninga.

2.Varðveisla listaverkasafns

Málsnúmer 2504018Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga um varðveislu og umsýslu með listaverkasafni Fjallabyggðar þar sem safninu yrði komið í varðveislu hjá Síldarminjasafninu.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur bæjarstjóra að setja upp drög að samningi við Síldarminjasafnið um varðveislu og umsýslu safnsins og leggja fyrir bæjarráð.

3.Störf laus til umsóknar í stjórnsýslu

Málsnúmer 2503024Vakta málsnúmer

Fyrir liggur undirritaður samningur við sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar ásamt starfslýsingu með fyrirvara um staðfestingu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Samþykkt
Helgi Jóhannsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð samþykkir meðfylgjandi samning og starfslýsingu sviðsstjóra velferðarsviðs Fjallabyggðar og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.

4.Ósk um styrk í formi afnota af Tjarnarborg

Málsnúmer 2504038Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá KF þar sem óskað er endurgjaldslausra afnota af Tjarnarborg fyrir hátíðarhöld þann 10.maí n.k. í tilefni þess að 25 ár eru síðan Leiftur lék í efstu deild á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að veita KF styrk í formi gjaldfrjálsra afnota af Tjarnarborg til hátíðarhalda þann 10. maí n.k.

5.Framlög til stjórnmálasamtaka 2024

Málsnúmer 2504043Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Ríkisendurskoðun um upplýsingar er varða framlög til stjórnmálasamtaka vegna rekstrarársins 2024.
Á árinu 2024 voru eftirfarandi framlög greidd til stjórnmálasamtaka:

Jafnaðarmannafélag Fjallabyggðar kr. 161.785
Sjálfstæðisfélög Fjallabyggð kr. 144.355
Bæjarmálafélag Fjallabyggðar kr. 140.780
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Framtíð Flugklasans

Málsnúmer 2408055Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að áskorun frá sveitarfélögunum á Norðurlandi til ríkisstjórnar og Alþingis um eflingu uppbyggingar og markaðssetningar millilandaflugs um Akureyrarflugvöll.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

7.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem sent er til umsagnar stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).

Fyrir liggur erindi frá Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis þar sem sent er til umsagnar Sveitarstjórnarlög (mat á fjárhagslegum áhrifum).

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

8.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2025

Málsnúmer 2501004Vakta málsnúmer

Fundargerð 72. fundar stjórnar SSNE lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2504050Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 85., 86. og 87. fundar stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2025

Málsnúmer 2501001Vakta málsnúmer

Fundargerðir 45. fundar skólanefndar Tónlistarskólans á Tröllaskaga, 117. fundar markaðs- og menningarnefndar og 321. fundar skipulags- og umhverfisnefndar lagðar fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.