Bæjarráð Fjallabyggðar

833. fundur 07. júní 2024 kl. 10:00 - 11:50 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður
  • Guðjón M. Ólafsson formaður
  • Helgi Jóhannsson aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Ármann Viðar Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar

1.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi - bréf frá lögmannsstofunni Lex.

Málsnúmer 2204089Vakta málsnúmer

Tillaga lögmanns Hestamannafélagsins Glæsis að samningi við bæjarfélagið lögð fram til kynningar.
Bæjarráð þakkar hestamannafélaginu fyrir tillöguna og felur tæknideild að kostnaðarmeta tillögurnar fyrir næsta fund bæjarráðs. Bæjarráð tekur að öðru leyti ekki afstöðu til draganna á þessu stigi málsins.

2.Aðkoma og bílastæði við Hlíðarveg 1c, 3c og 7c.

Málsnúmer 2308010Vakta málsnúmer

Á 799. fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi Kristínar Guðbrandsdóttur og Ásu Bjarkar Stefánsdóttur. Málefnið var aðkoma að Hlíðarvegi 1c, 3c og 7c. Óskað er eftir afstöðu bæjarráðs til þess að bæta aðkomu og bílastæði við húsin. Bæjarráð fól tæknideild að skila greinargerð um hvaða leiðir séu í boði til þess að bæta aðgengi að húsunum sem um ræðir ásamt því að skoða mögulega kosti vegna bílastæða.

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi minnisblað deildarstjóra tæknideildar ásamt fylgigögnum.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra tæknideildar fyrir minnisblaðið og tekur undir að núverandi aðkoma er ekki viðunandi. Frekari ákvörðun um gatnaframkvæmdir er vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2025. Bæjarráð telur eðlilegt að komið verði strax til móts við þarfir íbúa og eigenda húsanna hvað varðar sorplosun og úrbætur í þeim efnum. Tæknideild falið að leggja tillögu að úrbótum fyrir bæjarráð innan 2 vikna.

3.Frístundavefur Fjallabyggðar

Málsnúmer 2405010Vakta málsnúmer

Á 140.fundi sínum, 3. júní sl. vísaði Fræðslu- og frístundanefnd Fjallabyggðar tillögu um gerð Frístundavefs Fjallabyggðar til bæjarráðs.
Bæjarráð þakkar fræðslu- og frístundanefnd fyrir tillögurnar og fagnar framtakinu. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er veitt heimild til þess að afgreiða málið og koma Frístundavef Fjallabyggðar í loftið. Bæjarráð felur einnig deildarstjóra að óska eftir afstöðu Dalvíkurbyggðar um hvort vilji sé fyrir sameiginlegum frístundavef.

4.Útboð á ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði 2024-2027

Málsnúmer 2406006Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála þar sem óskað er eftir heimild til þess að bjóða út ræstingu í Leikskóla Fjallabyggðar, Leikhólum Ólafsfirði 2024-2027.
Bæjarráð veitir deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála heimild til útboðs.

5.Úttekt á akstursþjónustu og úrgangsmálum fyrir Fjallabyggð

Málsnúmer 2403059Vakta málsnúmer

Lögð fram minnisblöð ráðgjafans Kjartans Brodda Bragasonar um annars vegar akstursþjónustu og hins vegar úrgangsmál í Fjallabyggð.
Bæjarráð þakkar Kjartani Brodda fyrir minnisblöðin. Minnisblöðum er annars vegar vísað til starfshóps um úrgangsmál og hins vegar til deildarstjóra félagsmáladeildar. Deildarstjóra félagsmáladeildar er falið að leggja fyrir næsta fund bæjarráðs tillögur um úrbætur samanber afgreiðslu bæjarráðs 9. febrúar síðastliðinn m.t.t. þeirrar reynslu sem hefur komið út úr rekstri akstursþjónustunnar og þess sem kemur fram í minnisblaðinu.

6.Viðauki við fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2403045Vakta málsnúmer

Lagt fyrir minnisblað deildarstjóra tæknideildar þar sem óskað er eftir viðauka vegna aukinna fjárfestinga.
Bæjarráð þakkar deildarstjóra fyrir minnisblaðið og samþykkir að útbúin verði viðauki nr. 3 að fjárhæð 198.450.000,- og tekið verði af handbæru fé til fjármögnunar viðaukans.

7.Ósk um afnot af æfingarsvæði við Hól sumar 2024

Málsnúmer 2405059Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi tölvupóstur formanns stjórnar Golfklúbbs Siglufjarðar (GKS) dags, 27. maí 2024 er varðar ósk GKS um framhald afnota GKS af svæði suður af Hóli líkt og síðastliðið sumar. Einnig eru lögð fram drög að samkomulagi vegna afnota af umræddu svæði, framlag Fjallabyggðar er sláttur á svæðinu þrisvar sinnum í sumar.
Bæjarráð samþykkir ósk GKS um ósk af svæði suður af Hóli líkt og síðastliðin ár.

8.Ósk um fjárstuðning

Málsnúmer 2405032Vakta málsnúmer

Á fundi bæjarráðs þann 17. maí síðastliðinn var tekið fyrir erindi formanns stjórnar Leyningsáss ses þar sem óskað var eftir auknum fjárstuðningi til stofnunarinnar vegna reksturs skíðasvæðisins í Skarðsdal. Að auki var óskað eftir því að settir verði fjármunir í þær framkvæmdir sem ráðast þarf í til að klára flutning á lyftum, reisa skála og hafa skíðasvæðið í lagi. Þar sem ekki tókst að koma á fundi stofnenda stofnunarinnar þá óskaði bæjarráð eftir að formaður stjórnar Leyningsáss kæmi á fund bæjarráðs til þess að fara yfir þá stöðu sem upp er komin á skíðasvæðinu í Skarðsdal. Á fundinn mætti Kolbeinn Óttarsson Proppé stjórnarformaður Leyningsáss ses.
Bæjarráð þakkar stjórnarformanni Leyningsáss fyrir komuna á fundinn og tekur undir þær áhyggjur að mikilvægt sé að bregðast við ástandinu á skíðasvæðinu. Bæjarráð lýsir sig reiðubúið til viðræðna við Leyningsás þar sem áhersla yrði á aðgerðir til þess að ræða hvernig hægt sé að leysa úr þeirri stöðu sem upp er komin á skíðasvæðinu. Bæjarráð samþykkir að skipa verkefnahóp sem sæi um viðræður við Leyningsás og skilaði tillögum til bæjarráðs innan tveggja vikna. Bæjarráð skipar eftirtalda aðila í hópinn: Guðjón M. Ólafsson, Tómas Atla Einarsson og Ármann Viðar Sigurðsson.

Bæjarráð ítrekar mikilvægi samtals og samráðs stofnendanna sjálfseignarstofnunarinnar og felur bæjarstjóra að óska eftir formlegri afstöðu Selvíkur til verkefnisins.

9.Ástand knattspyrnusvæða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2406007Vakta málsnúmer

Ástand knattspyrnuvallarins í Ólafsfirði tekið til umræðu í ljósi þess að völlurinn virðist koma sérstaklega illa undan vetri.
Bæjarráð tekur undir áhyggjur forsvarsmanna KF sem birst hafa í fjölmiðlum undanfarna daga, um ástand knattspyrnuvallarins í Ólafsfirði. Ljóst er að fyrir liggur aðgerðaáætlun og samningur um umhirðu vallarins og því óskar bæjarráð eftir greinargerð frá umsjónaraðilum vallarins um málið fyrir næsta fund sinn.

10.Þinggerð Ársþings SSNE 2024

Málsnúmer 2405060Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdi þinggerð af ársþingi SSNE sem haldið var í Þingeyjarsveit dagana 18. og 19 apríl 2024.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

11.Sumarhópur SAMAN - Hvetjum til samveru fjölskyldunnar í sumar

Málsnúmer 2405068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf SAMAN hópsins þar sem forvarnagildi samverunnar fyrir foreldra og unglinga er undirstrikað.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

12.Nefndasvið Alþingis - Mál til umsagnar 2024

Málsnúmer 2401004Vakta málsnúmer

Mál frá nefndasviði Alþingis eru lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

13.Aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands 2024

Málsnúmer 2405018Vakta málsnúmer

Fimmtudaginn 30. maí var aðalfundur Markaðsstofu Norðurlands haldinn á Verbúðinni 66 í Hrísey.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

14.Viðhaldsmál í Skálarhlíð

Málsnúmer 2211098Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar verkfundargerðir nr.3 og 4 vegna endurbóta á svölum og þökum í Skálarhlíð.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir nefnda og stjórna Fjallabyggðar - 2024

Málsnúmer 2401003Vakta málsnúmer

Með fundarboði bæjarráðs fylgdu fundargerðir 60. fundar Yfirkjörstjórnar Fjallabyggðar, 140. fundar fræðslu- og frístundanefndar og 146. fundar Hafnarstjórnar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.