Upplýsingapóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 2303083

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Lagt fram dreifibréf Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á röð kannana sem sambandið hefur sett á fót til að kanna stöðu innleiðingar á nýju hringrásarlögunum.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 788. fundur - 02.05.2023

Lagt fyrir erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem vakin er athygli á áformaskjali starfshóps á vegum innviðarráðherra sem birt hefur verið í samráðsgátt stjórnvalda. Er um að ræða áform vegna fyrirhugaðra breytinga m.a. á lögheimilislögum í tengslum við óleyfisbúsetu í atvinnuhúsnæði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð fagnar fyrirhuguðum lagabreytingum og telur það mikilvæga réttarbót í búsetumálum.