Húsnæðismál þjónustumiðstöðvar

Málsnúmer 2303027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra, deildarstjóra tæknideildar og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála um húsnæðismál Þjónustumiðstöðvar Fjallabyggðar.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð þakkar deildarstjórum og bæjarstjóra fyrir greinargott minnisblað. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu í samræmi við innihald minnisblaðsins. Ljóst er framkvæma þarf þarfagreiningu á húsnæðisþörf þjónustumiðstöðvar til framtíðar og í framhaldinu ákveða næstu skref. Aftur á móti þarf að bregðast við brýnum viðhaldsmálum og er deildarstjóra tæknideildar falið að ræða við meðeigendur Fjallabyggðar um næstu skref í málinu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 785. fundur - 04.04.2023

Lögð fram eftirlitsskýrsla Vinnueftirlitsins vegna eftirlitsheimsóknar þann 7. mars 2023.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála falið að svara fyrir hönd sveitarfélagsins.