Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár

Málsnúmer 2302016

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Lögfræði- og Velferðarsvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur haft til skoðunar á undanförnum vikum stjórnsýsluframkvæmd sem tengist ágangi búfjár skv. IV. kafla laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr. 6/1986. Í tilefni af áliti Umboðsmanns Alþingis frá 11. október 2022 var útbúið minnisblað til sveitarfélaga um þá réttarstöðu sem til staðar er eftir álit umboðsmanns Alþingis og hvaða verklag þyrfti að viðhafa komi slíkar beiðnir fram til sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar. Bæjarráð beinir því til deildarstjóra tæknideildar að yfirfara gildandi reglur sveitarfélagsins um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. með hliðsjón af ábendingum minnisblaðsins.