Flæði - útilistaverk

Málsnúmer 2201027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 727. fundur - 27.01.2022

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dags. 14. janúar 2022, minnisblaðið varðar útilistaverkið Flæði og er það samið í kjölfar fyrirspurnar Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns um eignarhald verksins. Verkið er þannig til komið að árið 1994 gerði Kristinn tillögu að listaverkinu Flæði við Sparisjóðinn á Ólafsfirði (SPOL). Var verkið smíðað og sett upp og fjármagnað af SPOL og Ólafsfjarðarbæ með styrk frá Listskreytingasjóði Ríkisins. Viðræður um kaup á verkinu höfðu staðið milli SPOL og Kristins frá árinu 1990. Verkið hefur frá upphafi verið í umsjá SPOL og síðar Arion banka sem annaðist m.a. rekstur dælukerfis, en verkið er tengt vatnsinntaki hússins, sem og þrif og viðhald þess.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við tillögur að skrefum sem sett eru fram í framlögðu minnisblaði, einnig felur bæjarráð markaðs- og menningarfulltrúa að meta kostnað við hugsanlegar viðgerðir á verkinu, rekstur þess og kostnað vegna annars sem til gæti fallið vegna verksins.

Markaðs- og menningarnefnd Fjallabyggðar - 95. fundur - 02.02.2023

Markaðs- og menningarfulltrúi upplýsti markaðs- og menningarnefnd um vinnu sína varðandi listaverkið Flæði, Aðalgötu 14 í Ólafsfirði.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 778. fundur - 14.02.2023

Listaverkið Flæði stendur á lóð Aðalgötu 14 Ólafsfirði. Verkið er gosbrunnur og höfundur er Kristinn Hrafnsson. Verið er að kanna eignarhald þar sem að Listskreytingasjóður styrkti kaup á verkinu á sínum tíma og því gilda strangar reglur varðandi eignarhald. Komið er að viðhaldi og lagfæringu á verkinu.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.