Bæjarráð Fjallabyggðar

764. fundur 25. október 2022 kl. 08:15 - 09:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • S. Guðrún Hauksdóttir varaformaður, D lista
  • Guðjón M. Ólafsson formaður, A lista
  • Helgi Jóhannsson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Sigríður Ingvarsdóttir bæjarstjóri
  • Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála
Fundargerð ritaði: Bragi Freyr Kristbjörnsson deildarstjóri stjórnsýslu og fjármála

1.Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2209046Vakta málsnúmer

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18. ágúst 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Skálarhlíð - breytingar á 3 hæð". Verkefnið snýr að sameiningu íbúða í Skálarhlíð.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Berg ehf., kr. 18.524.178
L7 ehf., kr. 13.884.933
Kostnaðaráætlun, kr. 12.256.950
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði L7 ehf. verði tekið.

2.Fundargerðir - Svæðisskipulagsnefnd Eyjafjarðar 2018-2022

Málsnúmer 2011052Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar frá 11.10.2022.
Einnig lögð fram til samþykktar fjárhagsáætlun nefndarinnar fyrir árið 2023.
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Fundagerð lögð fram til kynningar og fjárhagsáætlun nefndarinnar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

3.Flöggun íslenska fánans við stofnanir Fjallabyggðar

Málsnúmer 2210057Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslunnar, dags. 19.10.2022, um flöggun íslenska fánans við stofnanir Fjallabyggðar. Þar er lagt til að reglulegri flöggun við stofnanir Fjallabyggðar við andlát og útför íbúa verði hætt frá og með 1. janúar 2023. Frá og með þeim tíma verður íslenska fánanum flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykktir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

4.Viðhald og bætt íþróttaaðstaða í Fjallabyggð

Málsnúmer 2210047Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Óskars Þórðarsonar um viðhald og bætta íþróttaaðstöðu í Fjallabyggð. Í erindinu er óskað eftir upplýsingum um þau verkefni og framkvæmdir sem gerð hafa verið í Fjallabyggð til að viðhalda og bæta íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð þakkar Óskari Þórðarsyni fyrir erindið og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ræða við hann um fyrirspurn hans.

5.Brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2022 - 2026

Málsnúmer 2210051Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að brunavarnaáætlun Fjallabyggðar 2022-2026.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

6.Umsagnarbeiðni - Kráarkvöld í Hornbrekku

Málsnúmer 2210053Vakta málsnúmer

Lögð fram umsagnarbeiðni, dagsett 19.10.2022, þar sem Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn Fjallabyggðar í kjölfar umsóknar Hornbrekku um tímabundið áfengisleyfi.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

7.Erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar til bæjarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2023

Málsnúmer 2210059Vakta málsnúmer

Lagt er fram erindi Golfklúbbs Fjallabyggðar er varðar áframhaldandi samstarf um uppbyggingu á Skeggjabrekkuvelli
Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar
Bæjarráð þakkar Golfklúbbi Fjallabyggðar fyrir erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2023.

8.Tíðindi - Fréttabréf 2022

Málsnúmer 2209051Vakta málsnúmer

Fréttabréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, Tíðindi 34. og 35. tbl. 2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

9.Skýrsla ofanflóðanefndar 2018 - 2021

Málsnúmer 2210048Vakta málsnúmer

Skýrsla um starfsemi ofanflóðanefndar 2018-2021 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

10.Ágóðahlutagreiðsla 2022

Málsnúmer 2210060Vakta málsnúmer

Bréf Önnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) um ágóðahlutagreiðslu 2022 lagt fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar, í erindinu kemur fram að arðgreiðsla EBÍ til Fjallabyggðar sé 1.233.500,-.

11.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.