Flöggun íslenska fánans við stofnanir Fjallabyggðar

Málsnúmer 2210057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25.10.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslunnar, dags. 19.10.2022, um flöggun íslenska fánans við stofnanir Fjallabyggðar. Þar er lagt til að reglulegri flöggun við stofnanir Fjallabyggðar við andlát og útför íbúa verði hætt frá og með 1. janúar 2023. Frá og með þeim tíma verður íslenska fánanum flaggað við stofnanir Fjallabyggðar á opinberum fánadögum.
Samþykkt
Bæjarráð samþykktir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar - 223. fundur - 15.12.2022

Á 221. fundi bæjarstjórnar var ákveðið að fresta afgreiðslu málsins og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram. Málið er lagt fyrir að nýju.

Lagt er fyrir minnisblað bæjarstjóra um fyrirkomulag flöggunar við ráðhús Fjallabyggðar.

Til máls tóku Sigríður Ingvarsdóttir, Guðjón M. Ólafsson og S. Guðrún Hauksdóttir.
Samþykkt
Bæjarstjórn samþykkir tillögur bæjarstjóra með 7 atkvæðum.