Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2209046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 13.09.2022. Í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út sameiningu íbúða í Skálarhlíð. Búið er að hanna sameiningu sex íbúða í þrjár íbúðir að austan verðu á 3. hæð í Skálarhlíð. Gert er ráð fyrir að vinna verkið í áföngum og er óskað eftir heimild til þess að bjóða út sameiningu tveggja íbúða í eina íbúð.
Samþykkt
Deildarstjóra tæknideildar veitt heimild til útboðs. Bæjarráð leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að bjóða út verkið í heild sinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25.10.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18. ágúst 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Skálarhlíð - breytingar á 3 hæð". Verkefnið snýr að sameiningu íbúða í Skálarhlíð.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Berg ehf., kr. 18.524.178
L7 ehf., kr. 13.884.933
Kostnaðaráætlun, kr. 12.256.950
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði L7 ehf. verði tekið.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 782. fundur - 14.03.2023

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar vegna sameiningar á íbúðum í Skálarhlíð.
Vísað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð felur deildarstjóra tæknideildar að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun þegar búið er að semja við verktaka um fast verð vegna verksins. Þá er bæjarstjóra falið að kanna hvernig tillaga deildarstjóra samræmist innkaupa- og útboðsreglum sveitarfélagsins.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 786. fundur - 18.04.2023

Tilboð voru opnuð vegna sameiningar á íbúðum á 3. hæð í Skálarhlíð. Eitt tilboð barst frá L7 ehf.
Samþykkt
Kostnaðaráætlun verksins var kr. 16.725.024,-
L-7 ehf. bauð kr. 17.997.288,-
Bæjaráð samþykkir að taka tilboði L-7 ehf. í verkið.