Sameining íbúða í Skálarhlíð

Málsnúmer 2209046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 760. fundur - 27.09.2022

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 13.09.2022. Í vinnuskjalinu óskar deildarstjóri heimildar bæjarráðs til þess að bjóða út sameiningu íbúða í Skálarhlíð. Búið er að hanna sameiningu sex íbúða í þrjár íbúðir að austan verðu á 3. hæð í Skálarhlíð. Gert er ráð fyrir að vinna verkið í áföngum og er óskað eftir heimild til þess að bjóða út sameiningu tveggja íbúða í eina íbúð.
Samþykkt
Deildarstjóra tæknideildar veitt heimild til útboðs. Bæjarráð leggur til að skoðað verði hvort hægt sé að bjóða út verkið í heild sinni.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 764. fundur - 25.10.2022

Lagt er fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18. ágúst 2022 er varðar opnun tilboða í verkefnið "Skálarhlíð - breytingar á 3 hæð". Verkefnið snýr að sameiningu íbúða í Skálarhlíð.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Berg ehf., kr. 18.524.178
L7 ehf., kr. 13.884.933
Kostnaðaráætlun, kr. 12.256.950
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir tillögu deildarstjóra um að lægsta tilboði, tilboði L7 ehf. verði tekið.