Viðauki við fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2202047

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 731. fundur - 24.02.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags, 18. febrúar 2022 er varðar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna nýs starfsmats fyrir slökkviliðsstjóra, varaslökkviliðsstjóra og endurmat fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, ásamt útfærðum viðauka við fjárhagsáætlun 2022.

Deildarstjóri óskar eftir viðauka við deild 07210, lykil 1110 kr. 2.336.275.- og lykil 1890 kr. 470.312.- og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr. 2/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 2.806.587.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 739. fundur - 28.04.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála dags. 25. apríl 2022 er varðar viðaukabeiðni vegna svokallaðs hagvaxtaauka, en frá 1. apríl bætist hagvaxtarauki kr. 10.500.- við launatöflur gildandi kjarasamninga Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í minnisblaðinu óskar deildarstjóri eftir að kostnaður vegna hagvaxtaauka verði settur í viðauka nr. 9/2022 við fjárhagsáætlun 2022 og að útgjöldum vegna hans verði mætt með lækkun á handbæru fé. Einnig lagður fram útfærður viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2022.

Heildaráhrif vegna hagvaxtarauka á launagreiðslur Fjallabyggðar á yfirstandandi ári nema kr. 30.706.624.- sem skiptist á bókhaldslykil 1110 laun kr. 24.833.216.- og á bókhaldslykil 1890, launatengd gjöld kr. 5.873.408.-.
Vísað til Bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka nr.9/2022 við fjárhagsáætlun 2022 að fjárhæð kr. 30.706.624.- og vísar honum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 749. fundur - 04.07.2022

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 1. júlí 2022 þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð samtals kr. 13.841.755.- vegna hagvaxtarauka, kjarasamningshækkana og fleira.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til lokaafgreiðslu bæjarstjórnar.