Bæjarráð Fjallabyggðar

727. fundur 27. janúar 2022 kl. 08:00 - 08:45 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
  • S. Guðrún Hauksdóttir formaður, D lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 2201021Vakta málsnúmer

Niðurstaða færð í trúnaðarbók.
Visað til afgreiðslu starfsmanns

2.Erindi frá Hestamannafélaginu Glæsi

Málsnúmer 2109041Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar dags. 18, janúar 2022 ásamt fylgiskjölum. Í minnisblaðinu er farið yfir þau ágreiningsefni sem uppi hafa verið og voru m.a. reifuð af fulltrúum hestamannafélagsins á 710. fundi bæjarráðs og í minnisblaði formanns félagsins dags. 7. janúar sl.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara hestamannafélaginu með bréfi byggt á framlögðum gögnum og viðræðum aðila.

Einnig samþykkir bæjarráð að fela deildarstjóra tæknideildar að láta framkvæma þau atriði sem út af standa, framkvæmdum skal lokið fyrir miðjan júní 2022.

3.Flæði - útilistaverk

Málsnúmer 2201027Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað markaðs- og menningarfulltrúa dags. 14. janúar 2022, minnisblaðið varðar útilistaverkið Flæði og er það samið í kjölfar fyrirspurnar Kristins E. Hrafnssonar myndlistarmanns um eignarhald verksins. Verkið er þannig til komið að árið 1994 gerði Kristinn tillögu að listaverkinu Flæði við Sparisjóðinn á Ólafsfirði (SPOL). Var verkið smíðað og sett upp og fjármagnað af SPOL og Ólafsfjarðarbæ með styrk frá Listskreytingasjóði Ríkisins. Viðræður um kaup á verkinu höfðu staðið milli SPOL og Kristins frá árinu 1990. Verkið hefur frá upphafi verið í umsjá SPOL og síðar Arion banka sem annaðist m.a. rekstur dælukerfis, en verkið er tengt vatnsinntaki hússins, sem og þrif og viðhald þess.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela markaðs- og menningarfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við tillögur að skrefum sem sett eru fram í framlögðu minnisblaði, einnig felur bæjarráð markaðs- og menningarfulltrúa að meta kostnað við hugsanlegar viðgerðir á verkinu, rekstur þess og kostnað vegna annars sem til gæti fallið vegna verksins.

4.Samstarf 11 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 2022.

Málsnúmer 2112049Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi Maríu B. Ingvarsdóttur f.h. N4 dags. 17. desember 2021 en afgreiðslu þess var frestað á 725. fundi ráðsins. Bæjarstjóri fór yfir samskipti sem hann hefur átt við framkvæmdastjóra annarra sveitarfélaga sem fengu samhljóða erindi.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð tekur fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós.

5.Tækifæri að bættu aðgengi.

Málsnúmer 2110083Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Karls Björnssonar dags. 19. janúar 2022 sem varðar aðgengisfulltrúa sveitarfélaga og fjárstuðning til úrbóta í aðgengismálum ásamt viðhengi. Í framlögðum tölvupósti er farið yfir; tilurð viðhengdrar samstarfsyfirlýsingar tveggja ráðuneyta, sambandsins og Öryrkjasambandsins, sem undirrituð var 7. maí 2021, mögulega styrki Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna aðgengisverkefna og að Öryrkjabandalagið (ÖBÍ) muni ráða tímabundið sérstakan verkefnisstjóra sem skuli m.a. vinna með aðgengisfulltrúa sveitarfélaga að verkefnum sem falla undir styrkveitingu.
Visað til afgreiðslu starfsmanns
Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að gegna hlutverki aðgengisfulltrúa sveitarfélagsins, einnig felur bæjarráð deildarstjóra tæknideildar að setja sig í samband við verkefnisstjóra ÖBÍ varðandi mögulegar styrkumsóknir sveitarfélagsins vegna aðgengisverkefna.

6.Frá nefndasviði Alþingis - Mál til umsagnar 2022

Málsnúmer 2201041Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis dags. 20. janúar 2022 er varðar umsögn um framvarp til laga um almannavarnir (almannavarnarstig o.fl.), 181. mál
Lagt fram

7.Stuðningsverkefni vegna innleiðingar heimsmarkmiðanna í sveitarfélögum

Málsnúmer 2109068Vakta málsnúmer

Formaður bæjarráðs lagði fram gögn og fór yfir vinnu sem í gangi hefur verið eftir að bæjarstjórn á 713. fundi sínum fól markaðs- og menningarfulltrúa og formanni bæjarráðs að sækja um þátttöku í verkefninu fyrir hönd Fjallabyggðar og vera tengiliðir vegna innleiðingar heimsmarkmiða. Fram undan er vinnustofa með deildarstjórum sveitarfélagsins þar sem verkefnið verður kynnt og farið yfir næstu skref.
Lagt fram

8.Stöðuskýrsla uppbyggingarteymis 2022.

Málsnúmer 2201042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 18. stöðuskýrsla Teymis um uppbyggingu félags- og atvinnumála í kjölfar COVID-19 frá 21.01.2022.
Lagt fram

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga - 2022

Málsnúmer 2201035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 905. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram

10.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2022

Málsnúmer 2201036Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar stjórnar SSNE
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 08:45.