Samstarf 11 sveitarfélaga á Norðurlandi eystra og N4 2022.

Málsnúmer 2112049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 725. fundur - 06.01.2022

Lagt er fram erindi Maríu Bjarkar Ingvarsdóttur f.h. N4 dags. 17. desember 2021 ásamt ályktun N4 vegna tillagna fjárlaganefndar um niðurskurð á styrkjum til einkarekinna fjölmiðla. Efni erindis er að óska eftir fjárstuðningi 11 sveitarfélaga í fjórðungnum. Nefnt er að tilefni erindis sé ekki síst sú staðreynd að Akureyrarbær hafi sagt upp samningi við félagið og að nokkur fyrirtæki hafi sýnt áhuga á að leggja málinu lið með jafnhárri upphæð og sveitarfélögin sem erindið fengu leggi til verkefnisins. Markmið félagsins er að efna til samstarfs að lágmarki fimm sveitarfélög en helst allra ellefu sem erindið fengu og að markmið verkefnisins sé að safna 16 milljónum sem nýtist til að auka sýnileika svæðisins með stöðugri þáttagerð, gerð kynningarefnis og fleiru.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindis.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 727. fundur - 27.01.2022

Lagt fram að nýju erindi Maríu B. Ingvarsdóttur f.h. N4 dags. 17. desember 2021 en afgreiðslu þess var frestað á 725. fundi ráðsins. Bæjarstjóri fór yfir samskipti sem hann hefur átt við framkvæmdastjóra annarra sveitarfélaga sem fengu samhljóða erindi.
Afgreiðslu frestað
Bæjarráð tekur fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti, að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deilt niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós.