Styrkur vegna Rauðu fjaðrarinnar

Málsnúmer 2112033

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Lagt er fram erindi Þorkels Cýrussonar fjölumdæmisstjóra Lions og Sigþórs U. Hallfreðssonar formanns Blindrafélagsins f.h. fyrrgreindra félaga dags. 14. desember 2021. Efni erindis er að óska eftir styrk vegna átaksins Rauða fjöðrin, verkefnis sem snýr að því að styrkja Blindrafélagið í viðleitni þess í að tryggja félagsmönnum sínum aðgang að þjálfuðum leiðsöguhundum. Fram kemur í erindinu að horft sé til fjárhæðar á bilinu 50.000 til 250.000 kr. framlags frá sveitarfélögum og fyrirtækjum sem fá erindið sent.
Synjað
Bæjarráð þakkar erindið en sér sér ekki fært að verði við ósk um styrk til verkefnisins.