Tækifæri til uppbyggingar í þéttbýli Fjallabyggðar

Málsnúmer 2112030

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Lagt er fram minnisblað bæjarstjóra dags. 10.12 2021 ásamt verkefnislýsingu í fylgiskjali. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarstjóra verði veitt heimild til að semja við Alta ehf. um aðkomu að greiningu valkosta til þéttingar byggðar í byggðakjörnum Fjallabyggðar. Afurð verkefnis verði umrædd greining ásamt stefnumótun í þéttingu byggðar og aðgengilegar upplýsingar um möguleika til byggingar innan núverandi byggðar á Siglufirði og í Ólafsfirði á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir að heimila bæjarstjóra að semja við Alta ehf. á grunni framlagðs minnisblaðs og verkefnislýsingar.