Afskriftir viðskiptakrafna - 2021

Málsnúmer 2112018

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 724. fundur - 16.12.2021

Lagt er fram vinnuskjal bæjarstjóra og deildarstjóra stjórnsýslu og fjármála dags. 14. desember 2021 er varðar beiðni um samþykki bæjarráðs fyrir afskriftum viðskiptakrafna að fjárhæð kr. 2.008.777. Beiðnin er lögð fram þar sem það er mat þeirra er undirrita minnisblaðið, byggt á yfirferð um hvert einstakt mál, að það þjóni ekki hagsmunum sveitarfélagsins að leggja í frekari kostnað og vinnu við að innheimta umræddar kröfur.
Samþykkt
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um afskrift viðskiptakrafna og vísar málinu til endanlegrar afgreiðslu bæjarstjórnar.