Bæjarráð Fjallabyggðar

667. fundur 15. september 2020 kl. 08:15 - 09:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Helga Helgadóttir formaður, D lista
  • Nanna Árnadóttir aðalmaður, I lista
  • Jón Valgeir Baldursson aðalmaður, H lista
Starfsmenn
  • Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála
  • Elías Pétursson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Sif Guðbrandsdóttir deildarstjóri stjórnsýslu- og fjármála

1.Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003046Vakta málsnúmer

Útboðsgögn í vátryggingar fyrir Fjallabyggð voru opnuð kl. 13:30 þann 10. september 2020.
Niðurstöður útboðs voru :

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kr. 12.561.170.-
TM hf. kr. 15.798.202.-
Vátryggingafélag Íslands hf. kr. 14.547.636.-
Vörður tryggingar hf. kr. 19.992.518.-

Öll félög buðu upp á forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

Lagt fram minnisblað ráðgjafa Fjallabyggðar í útboðinu.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sjóvár-Almennra trygginga hf.

2.Ófærð - tökur í sundlaug á Siglufirði

Málsnúmer 2009033Vakta málsnúmer

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 11.09.2020, varðandi beiðni frá tökuliði Ófærðar um að fá að taka upp senu í sundlauginni á Siglufirði. Um er að ræða 12 klst. vinnu svo loka þarf sundlauginni á meðan. Líkamsrækt og íþróttahús verður opið og gengið inn í íþróttahús að vestan. Tökur eru fyrirhugaðar 24. september en tímasetning gæti hnikast til um einhverja daga.

Bæjarráð samþykkir að leigja sundlaugina á Siglufirði í 12 klst. á meðan á tökum stendur vegna Ófærðar og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að ganga frá samkomulagi við tökulið Ófærðar og auglýsa lokun á sundlaug þegar nær dregur.

3.Markaðsherferð vegna atvinnu- og íbúaþróunar

Málsnúmer 2007015Vakta málsnúmer

Á 666. fundi bæjarráðs fól ráðið deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að vinna að samningi við Pipar/TBWA vegna markaðsátaks í atvinnu- og íbúaþróun í samræmi við áður ákveðið fjármagn til markaðsmála.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og markaðsmála, dags. 10.09.2020 þar sem fram kemur að deildarstjóri mælir með að gengið verði til samninga við Pipar/TBWA. Kostnaður kr. 5.000.000 auk vsk. rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála að undirrita samning fyrir hönd sveitarfélagsins.
Kostnaður 5 mkr. verður bókaður á málafl. 21550 og lykil 4915 og með viðauka nr. 24/2020 við fjárhagsáætlun 2020 sem ekki hreyfir handbært fé og verði gerð millifærsla í áætlun:
Til lækkunar á málafl. 05700, lykill 4990 kr. 1.000.000.
Til lækkunar á málafl. 05730, lykill 9291 kr. 1.000.000
Til lækkunar á málafl. 05810, lykill 9291 kr. 1.600.000.

4.Brúin yfir Fjarðará í landi Þóroddstaða og Kálfsá

Málsnúmer 2009022Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 06.09.2020 er varðar áskorun stjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 22.08.2020.

Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 22.08.20 lýsir yfir vonbrigðum sínum með að brúnni yfir Fjarðará í landi Þóroddsstaða og Kálfsá skuli ekki hafa verið bjargað frá því að falla í ána. Brúin hefur verið notuð sem göngubrú í fjölda ára og er mikilvægur hluti gönguleiðar kring um Ólafsfjarðarvatn. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar að hlutast til byggingu göngubrúar á sama stað. Jafnframt samþykkir fundurinn að heimila stjórn félagsins að koma að endurnýjun brúarinnar með fjárframlagi allt að kr. 750.000.-

Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna göngubrúar sem unnin er af Þorsteini Björnssyni og Haraldi Matthíassyni þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna göngubrúar er kr. 1.390.000.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

5.Hækkun vatnsborðs Ólafsfjarðarvatns eftir framkvæmdir v. Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 2009023Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 06.09.2020 er varðar áskorun stjórnar á alaðfundi félagsins sem haldinn var 22.08.2020.

Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 22.08.20 lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess hve vatnsborð Ólafsfjarðarvatns hefur hækkað, eftir að framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lauk. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar sem leyfishafa framkvæmda að leita upplýsinga hjá Vegagerðinni hvort ekki hafi verið framkvæmdar rennslismælingar fyrir framkvæmdir og eftir. Okkar tilfinning er að straumurinn undir núverandi brú sé mun minni, en áður var. Væntanlega hefur það áhrif á það aukna sandmagn sem berst inn fyrir brúna sem bar mun minna á fyrir framkvæmdir.

Einnig lagt fram bréf sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar, dags. 17.07.2020 vegna breytinga á ósi Ólafsfjarðarvatns.

Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að nú þegar hefur verið óskað eftir viðræðum við Vegagerðina vegna breytinga á ós Ólafsfjarðarvatns. Vegagerðin hefur samþykkt að skoða málið.

6.Áskorun - Félag íslenskra handverksbrugghúsa

Málsnúmer 2009028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Sigurðar P. Snorrasonar, Laufeyjar Sifjar Lárusdóttur, Haraldar Þorkelssonar og Jóhanns Guðmundssonar fh. Samtaka íslenskra handverksbrugghúsa, dags. 08.09.2020 er varðar áskorun á dómsmálaráðherra, þingmenn og sveitarstjórnarmenn. Þar sem segir „Samtökin skora á ráðherra að leggja frumvarp sitt um að heimila íslenska netverslun með áfengi til jafns við erlenda, fram á nýjan leik og tryggja á sama tíma möguleika handverksbrugghúsa til að selja gestum vörur sínar með beinum hætti á framleiðslustað.

Með breytingunum mætti standa vörð um afkomu frumkvöðlafyrirtækja og tugi starfa í öllum landshlutum á erfiðum tímum, auk þess að ýta undir framleiðslu á íslenskum gæðavörum og minnka kolefnisspor hinna seldu vara svo um munar“.

7.Fjármálaráðstefna 2020 með breyttu sniði

Málsnúmer 2009027Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Vals Halldórssonar fh. Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 08.09.2020 þar sem fram kemur að dagana 1. og 2. október nk. fer fram árleg fjármálaráðstefna sveitarfélaga. Ráðstefnan verður með breyttu sniði í ljósi aðstæðna og verður hún alfarið á netinu í 2 tíma hvorn dag.
Í kjölfarið verða svo vikulegir fundir út október þar sem farið verður í sérstök málefni sem að tengjast fjármálum sveitarfélaga. Þeir fundir verða kynntir sérstaklega þegar nær dregur. Nauðsynlegt er að fulltrúar sveitarfélaga skrái sig.
Dagskrá ráðstefnunnar er hægt að nálgast á vef sambandsins á morgun: https://www.samband.is/verkefnin/fjarmal/fjarmalaradstefna-sveitarfelaga/fjarmalaradstefna-sveitarfelaga-2020/

8.Umhverfisátak 2020

Málsnúmer 2007045Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samantekt tæknideildar, dags. 14.09.2020 varðandi framgang hreinsunarátaks sveitarfélagsins sem hófst í vor.

9.Framlög til stjórnmálasamtaka - 2020

Málsnúmer 2009032Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greiðslur og skiptingu framlags til stjórnmálasamtaka frá árunum 2014 til 2019.

Bæjarráð samþykkir að framlagi vegna 2020, kr. 360.000 verði úthlutað í samræmi við ákvæði 5. gr. laga nr. 162/2006 eftir kjörfylgi í kosningum 2018 og rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.

Framlög færast á lið 21-81-9291 og koma til greiðslu í október 2020.

Skipting framlags 2020 Atkv. Fj.hlutf. Upphæð
H-listi fyrir heildina 371 30,73% 110.628
D-listi Sjálfstæðisflokks 539 44,66% 160.776
I-listi betri Fjallabyggð 297 24,61% 88.596
Samtals 1207 100,0% 360.000

10.Utanhússklæðning á Ráðhús

Málsnúmer 2005053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar deildarstjóra tæknideildar vegna verksins Utanhússklæðning á Ráðhús frá 25. ágúst sl.

11.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta 2020/2021

Málsnúmer 2009034Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Jóns Þrándar Stefánssonar fh. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, dags. 11.09.2020 er varðar úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélags um úthlutun byggðakvóta 2020/2021.

Samkvæmt reglugerð nr. 731/2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021, skal sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra úthluta aflamarki sem nemur allt að 4.617 þorskígildistonnum af botnfiski til að ráðstafa til byggðarlaga sem falla undir skilyrði a. og b. liðar í 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar. Að svo stöddu er ekki ljóst hvernig skipting byggðakvóta til byggðarlaga verður en útreikningur á aflaheimildum til byggðarlaga mun grundvallast á 4. gr. áðurnefndrar reglugerðar. Bent skal á að breytingar verða á úthlutun aflaheimilda til byggðarlaga frá því sem var á fiskveiðiárinu 2019/2020 þar sem heildarráðstöfun skerðist sem nemur 757 þorskígildistonnum og því mega byggðarlög búast við því að byggðakvóti byggðarlaga skerðist frá því sem var á fiskveiðiárinu 2019/2020 eða falli jafnvel niður.
Sú breyting er gerð á umsóknarferli frá fyrra ári að ekki er þörf á að sveitarstjórnir sæki sérstaklega um byggðakvóta heldur mun ráðuneytið tilkynna sveitarstjórnum hversu miklar aflaheimildir koma í hlut hvers byggðarlags sem undir þær falla þegar sú skipting liggur fyrir. Reiknað er með tilkynning úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2020/2021 verði send til sveitarstjórna fyrir lok októbermánaðar.

Reglugerð nr. 728/2020, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2020/2021, gildir um úthlutun byggðakvóta til einstakra fiskiskipa. Megintilgangur þeirra reglna sem fram koma í nefndri reglugerð er að tryggja að fiskiskip sem gerð eru út frá tilteknum byggðarlögum, og landað hafa afla þar, fái hlut í byggðakvóta sem landað er til vinnslu í viðkomandi byggðarlagi.
Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórna að vikið sé frá almennum reglum samkvæmt tillögum hlutaðeigandi sveitarstjórna enda rökstyðji sveitarstjórnir tillögur sínar og sýni fram á að skilyrði lögð er séu byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum.
Ráðuneytið beinir þeim tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna að horfa til þeirrar mögulegu verðmætaaukningar og atvinnusköpunar sem hafa má af byggðakvóta, ef reglur um ráðstöfun byggðakvótans verða mótaðar og minnir á að megintilgangur byggðakvóta er að stuðla að aukinni atvinnusköpun í viðkomandi byggðarlagi.
Vilji sveitarstjórn leggja til við ráðuneytið að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal hún skila rökstuddum tillögum sínum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020. Tillögur sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar til greina. Með vísan til þess að þar sem úthlutun liggur ekki fyrir mun ráðuneytið hafa samband við hluteigandi sveitarstjórnir í þeim tilvikum ef að mati ráðuneytisins þörf verður á verulegum breytingum á tillögum sveitarstjórna í kjölfar tillkynningar um úthlutun. Að óbreyttu er stefnt að því að málsmeðferð ráðuneytisins vegna tillagna sveitarstjórna verði lokið samhliða úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir sameiginlegri rökstuddri umsögn frá útgerðum og vinnslum í sveitarfélaginu sem hyggjast veiða og vinna byggðarkvóta, um sérstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2020/2021. Bæjarráð beinir því til viðkomandi aðila að ábyrgð á að samtal fari fram er í þeirra höndum. Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda bókun bæjarráðs til allra hagaðila. Umsögn þarf að berast til sveitarfélagsins fyrir 1. október nk. Umsögnin verður birt á vef sveitarfélagsins.

12.Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar 22. ágúst 2020

Málsnúmer 2008008Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar frá 22. ágúst sl. ásamt ársreikningi fyrir árið 2019.

13.Fundargerðir - Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) - 2020

Málsnúmer 2002043Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) frá 2. september sl.

14.Fráveita Siglufirði, Hvanneyrarkrókur

Málsnúmer 2005059Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 3. verkfundar Eflu verkfræðistofu vegna verksins Siglufjörður - fráveita 2020, Hvanneyrarkrókur frá 17. ágúst sl.

15.Bakkabyggð, verðkönnun

Málsnúmer 1901093Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 1., 2., 3. og 4. verkfundar frá 5. nóvember 2019, 12. nóvember 2019, 13. febrúar 2020 og 14. maí sl.

Fundi slitið - kl. 09:15.