Hækkun vatnsborðs Ólafsfjarðarvatns eftir framkvæmdir v. Héðinsfjarðarganga

Málsnúmer 2009023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15.09.2020

Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 06.09.2020 er varðar áskorun stjórnar á alaðfundi félagsins sem haldinn var 22.08.2020.

Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 22.08.20 lýsir yfir áhyggjum sínum vegna þess hve vatnsborð Ólafsfjarðarvatns hefur hækkað, eftir að framkvæmdum við Héðinsfjarðargöng lauk. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar sem leyfishafa framkvæmda að leita upplýsinga hjá Vegagerðinni hvort ekki hafi verið framkvæmdar rennslismælingar fyrir framkvæmdir og eftir. Okkar tilfinning er að straumurinn undir núverandi brú sé mun minni, en áður var. Væntanlega hefur það áhrif á það aukna sandmagn sem berst inn fyrir brúna sem bar mun minna á fyrir framkvæmdir.

Einnig lagt fram bréf sveitarfélagsins til Vegagerðarinnar, dags. 17.07.2020 vegna breytinga á ósi Ólafsfjarðarvatns.

Bæjarráð þakkar erindið og bendir á að nú þegar hefur verið óskað eftir viðræðum við Vegagerðina vegna breytinga á ós Ólafsfjarðarvatns. Vegagerðin hefur samþykkt að skoða málið.