Útboð á vátryggingum Fjallabyggðar

Málsnúmer 2003046

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 645. fundur - 24.03.2020

Lagt fram erindi Consello tryggingaráðgjafar, dags. 18.03.2020 ásamt trúnaðaryfirlýsingu og umboði vegna fyrirhugaðs útboðs á vátryggingum Fjallabyggðar.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála að hefja undirbúning að útboði á vátryggingum sveitarfélagsins sem renna út um áramót.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Lagt fram tilboð og verklýsing Consello tryggingaráðgjafar vegna útboðs í vátryggingar hjá sveitarfélaginu dags. 24.03.2020. Áætlaður kostnaður Consello er kr. 1.100.000.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármáladeildar dags. 07.04.2020 þar sem fram kemur að vátryggingar sveitarfélagsins þarf að bjóða út á EES svæðinu. Lagt er til að gengið verði til samninga við Consello ehf. sem hefur mikla reynslu af að bjóða út tryggingar fyrir sveitarfélög samkvæmt upptalningu í verklýsingu.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samning við Consello ehf. vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagsins og að kostnaður kr. 1.100.000 verði settur í viðauka nr. 8/2020 og bókist á málaflokk 21810, lykil 4391 og verði mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 662. fundur - 28.07.2020

Lögð fram útboðslýsing vegna vátrygginga Fjallabyggðar fyrir tímabilið 2021 - 2023.

Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn.

Tilboðum skal skilað í ráðhús Fjallabyggðar, Gránugötu 24 fyrir kl. 13:30, föstudaginn 4.09.2020.

Niðurstaða útboðs verður lögð fyrir fund bæjarráðs þann 15. sept nk.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15.09.2020

Útboðsgögn í vátryggingar fyrir Fjallabyggð voru opnuð kl. 13:30 þann 10. september 2020.
Niðurstöður útboðs voru :

Sjóvá-Almennar tryggingar hf. kr. 12.561.170.-
TM hf. kr. 15.798.202.-
Vátryggingafélag Íslands hf. kr. 14.547.636.-
Vörður tryggingar hf. kr. 19.992.518.-

Öll félög buðu upp á forvarnaráætlun og vaxtalausar greiðslur.

Lagt fram minnisblað ráðgjafa Fjallabyggðar í útboðinu.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Sjóvár-Almennra trygginga hf.