Utanhússklæðning á Ráðhús

Málsnúmer 2005053

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir heimild til þess að halda lokaða verðkönnun vegna utanhússklæðningar á Ráðhúsi Fjallabyggðar.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið; GJ smiðir ehf., Trésmíði ehf., L7 ehf. og Berg ehf..

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að fara í lokaða verðkönnun vegna utanhússklæðningar á Ráðhús Fjallabyggðar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 656. fundur - 16.06.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 12.06.2020, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið „Gránugata 24, endurbætur utanhúss, utanhússklæðning“ þriðjudaginn 09.06.2020
Eftirfarandi tilboð bárust:
Berg ehf. kr. 17.673.300
L7 ehf. kr. 27.986.500
Kostnaðaráætlun er kr. 24.340.000

Þann 12.06.2020 barst erindi frá Ólafi Sölva Eiríkssyni f.h. Berg ehf. þar sem fallið var frá tilboði Berg ehf. vegna mistaka sem gerð voru við tilboðsgerð.
Í ljósi þess leggur deildarstjóri til við bæjarráð að tilboði L7 ehf. verði tekið. Ekki er talið ráðlegt að fresta verkinu lengur þar sem byggingin liggur undir skemmdum.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði L7 ehf. í verkið og vísar mismuni kr. 4.986.500.- til viðauka nr. 17/2020 við deild 31310, lykill 4965 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15.09.2020

Lögð fram til kynningar fundargerð 1. verkfundar deildarstjóra tæknideildar vegna verksins Utanhússklæðning á Ráðhús frá 25. ágúst sl.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 670. fundur - 06.10.2020

Lögð fram til kynningar verkfundargerð deildarstjóra tæknideildar nr. 2 vegna verksins Ráðhús, utanhússklæðning frá 01.10.2020.