Brúin yfir Fjarðará í landi Þóroddstaða og Kálfsá

Málsnúmer 2009022

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 667. fundur - 15.09.2020

Lagt fram erindi Þorvaldar Hreinssonar fh. stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar, dags. 06.09.2020 er varðar áskorun stjórnar á aðalfundi félagsins sem haldinn var 22.08.2020.

Aðalfundur Veiðifélags Ólafsfjarðar haldinn 22.08.20 lýsir yfir vonbrigðum sínum með að brúnni yfir Fjarðará í landi Þóroddsstaða og Kálfsá skuli ekki hafa verið bjargað frá því að falla í ána. Brúin hefur verið notuð sem göngubrú í fjölda ára og er mikilvægur hluti gönguleiðar kring um Ólafsfjarðarvatn. Fundurinn skorar á bæjarstjórn Fjallabyggðar að hlutast til byggingu göngubrúar á sama stað. Jafnframt samþykkir fundurinn að heimila stjórn félagsins að koma að endurnýjun brúarinnar með fjárframlagi allt að kr. 750.000.-

Einnig lögð fram kostnaðaráætlun vegna göngubrúar sem unnin er af Þorsteini Björnssyni og Haraldi Matthíassyni þar sem fram kemur að áætlaður kostnaður vegna göngubrúar er kr. 1.390.000.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 669. fundur - 29.09.2020

Lögð fram umsögn deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.09.2020 í samræmi við ákvörðun 667. fundar bæjarráðs, vegna erindis stjórnar Veiðifélags Ólafsfjarðar um aðkomu sveitarfélagsins að byggingu göngubrúar yfir Fjarðará í landi Kálfsár og Þóroddsstaða.

Bæjarráð hafnar allri aðkomu að uppbyggingu göngubrúar þar sem göngubrúin kemur til með að standa í eignarlandi Kálfsár og Þóroddsstaða. Endurbygging og allt viðhald er á höndum landeiganda. Göngubrúin er ekki á skipulagðri gönguleið skv. aðalskipulagi Fjallabyggðar.