Vegna æðardúns við Steypustöð

Málsnúmer 2006001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 655. fundur - 10.06.2020

Lagt fram erindi Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 02.06.2020 þar sem óskað er eftir samkomulagi við sveitarfélagið um týnslu og nýtingu æðardúns í landi þess við Steypustöðina á Siglufirði.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Á 655. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Árna Rúnars Örvarssonar, dags. 02.06.2020 er varðaði ósk um samning við sveitarfélagið um tínslu og nýtingu æðardúns í landi Fjallabyggðar.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 25.06.2020

Bæjarráð samþykkir að bjóða út alla dúntekju í landi Fjallabyggðar og að samningur verði gerður við aðila um að girða svæði af, halda vargi frá varplandi og annast umhirðu varpsvæðis. Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.