Gervigrasvöllur í Ólafsfirði

Málsnúmer 2006058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Lagt fram erindi Þorsteins Sigursveinssonar fh. stjórnar Knattspyrnufélags Fjallabyggðar, dags. 29.06.2020 þar sem fram kemur að á aðalfundi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var samþykkt einróma að skora á bæjarstjórn Fjallabyggðar að hefja framkvæmdir við gervigrasvöll á næsta ári og ljúka þeim á kjörtímabilinu. Til stóð að hefja framkvæmdir í haust en vegna Covid-19 var framkvæmdum á árinu frestað og sýna fundarmenn því skilning.

Bæjarráð leggur áherslu á að eins og fram kemur í erindi stjórnar knattspyrnudeildar var framkvæmdum frestað vegna þeirrar óvissu sem ríkti og ríkir enn í efnahagsmálum vegna Covid-19. Ákvörðun um annað hefur ekki verið tekin en bæjarráð vill koma því á framfæri að nú liggur fyrir að tekjur bæjarfélagsins dragist saman um rúmar 80 mkr. vegna lækkunar á framlagi jöfnunarsjóðs. Gjalddögum fasteignagjalda til fyrirtækja hefur verið seinkað þannig að tekjuáætlun vegna fasteignagjalda mun ekki standast á árinu auk þess sem skipulag stofnana vegna nauðsynlegra forvarna og sóttvarna hefur haft í för með sér aukinn rekstrar- og/eða launakostnað frá því sem áætlað var.