Götulýsing 1. áfangi

Málsnúmer 1903002

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 595. fundur - 05.03.2019

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar, dags. 01.03.2019 þar sem óskað er eftir heimild til að gera lokaða verðkönnun vegna endurnýjunar á götulýsingu.

Vegna ljóskera þar sem eftirfarandi birgjum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:

Johan Rönning hf
Reykjafell hf
O. Johnson & Kaaber hf
S. Guðjónsson hf
Ískraft hf
Smith & Norland hf
Fálkinn
Jóhann Ólafsson hf
Rafmiðlun hf.

Bæjarráð samþykkir að heimila verðkönnunina.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 600. fundur - 10.04.2019

Undir þessum lið sat Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags 01.04.2019 þar sem fram kemur að tilboð í 1. áfanga á endurnýjun ljóskerja í götulýsingum í Fjallabyggð voru opnuð þann 01.04.2019.
Eftirfarandi tilboð bárust:
Ískraft 4.836.893
Jóhann Ólafsson & Co 3.735.500
Reykjafell 3.703.756
Hönnuður metur að tilboð Jóhanns Ólafssonar & co sé hagstæðast og leggur til að því sé tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Jóhanns Ólafssonar & Co í 1. áfanga á endurnýjun ljóskera í götulýsingu í Fjallabyggð og felur deildarstjóra tæknideildar að ganga til samninga.

Lagt fram minnisblað deildarstjóri tæknideildar dagsett 1.3.2019 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út vinnu við útskipti ljóskerja í götulýsingu í 1.áfanga.
Eftirtöldum aðilum yrði gefinn kostur á að bjóða í verkið:
Ingvi Óskarsson ehf.
Raftækjavinnustofan ehf.
Raffó ehf.
Andrés Stefánsson.

Bæjarráð samþykkir að heimila útboð í 1.áfanga í götulýsingu.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 605. fundur - 21.05.2019

Lagt fram minnisblað deildarstjóra tæknideildar dags. 20. maí 2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð vegna útskipta í ljóskerjum og stólpum götulýsingar.

Eftirfarandi tilboð bárust :

Ingvi Óskarsson ehf 28.105.600
Raffó ehf 21.255.984
Kostnaðaráætlun 20.434.000

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Raffó ehf sem er jafnframt lægstbjóðandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 607. fundur - 04.06.2019

Ármann V. Sigurðsson deildarstjóri tæknideildar sat undir þessum lið.

Lagt fram erindi Ingva Óskarssonar fh. Ingva Óskarssonar ehf., dags. 29.05.2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum varðandi útboð í götulýsingu 1. áfanga, útskipting ljóskerja og stólpa.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 04.06.2019 þar sem fram kemur að deildarstjóri hefur átt samtal við báða bjóðendur í verkið "Útskipting ljóskerja og stólpa" og er ljóst eftir þær viðræður að verktakarnir hafa boðið í verkið með sitthvorn skilning á einum verkþætti. Þessi verkþáttur er mjög veigamikill í verkinu og þess vegna er svo mikill munur á tilboðum. Undirritaður leggur til við bæjarráð að útboðsgögn verði lagfærð og verkið boðið út að nýju.

Raffó ehf hefur fallið frá tilboði sínu með tölvupósti dags. 4. júní 2019 vegna þessa misskilnings á gögnum.

Bæjarráð samþykkir í ljósi ofangreinds að hafna tilboði Ingva Óskarssonar ehf vegna mistúlkunar á gögnum og felur deildarstjóra að lagfæra útboðsgögn og bjóða verkið út að nýju.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 609. fundur - 18.06.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 18.06.2019 þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkefnið "Götulýsing, útskipti ljóskerja og stólpa" þriðjudaginn 18 júní.

Eftirfarandi tilboð bárust:
Ingvi Óskarsson ehf. kr. 22.887.600
Raffó ehf. kr 25.571.074
Kostnaðaráætlun er kr. 25.411.000.

Deildarstjóri leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði Ingva Óskarssonar ehf. sem jafnframt er lægstbjóðandi.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 653. fundur - 26.05.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 18.05.2020 þar sem óskað er eftir viðauka kr. 10.000.000 vegna 1. áfanga á útskiptingu á ljóskerjum þar sem ekki náðist að ljúka verkefninu á árinu 2019 eins og til stóð.

Bæjarráð samþykkir að vísa kr. 10.000.000 vegna 1. áfanga í útskiptingu ljóskerja í viðauka nr. 13/2020 við framkvæmdaráætlun 2020 og verður honum mætt með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 659. fundur - 07.07.2020

Bæjarráð samþykkir að fresta afgreiðslu til næsta fundar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 660. fundur - 14.07.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 07.07.2020. Þar sem óskað er eftir viðauka vegna aukins kostnaðar við götulýsingu vegna áfanga 1 og 2 samtals 8 mkr.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 20/2020 við framkvæmdaáætlun 2020 vegna götulýsingar kr. 8 millj. vegna aukins kostnaðar við 1. og 2. áfanga og felur bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að leggja fram tillögu að verkefni sem hægt er að fresta til þess að koma til móts við aukinn kostnað vegna götulýsingar.