Vinnuskóli Fjallabyggðar 2020

Málsnúmer 2004058

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28.04.2020

Lagt fram minnisblað deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 27.04.2020 þar sem fram kemur að laun barna, 13-16 ára, í vinnuskóla taka mið af kjarasamningi Einingar Iðju. Taka þarf ákvörðun um orlofsprósentu sem hingað til hefur verið 10,17% en samkvæmt nýjum kjarasamningi hækkar prósentan í 13,04% hjá öllum launþegum.

Deildarstjóri leggur til að orlof verði 13,04% hjá þessum aldursflokk í stað 10,17%, eins og er í nýjum kjarasamningi Einingar Iðju.

Bæjarráð samþykkir að orlofsprósenta barna í vinnuskóla verði 13,04% í samræmi við kjarasamning Einingar Iðju.