Líkamsræktarstöð - Leigja tæki og tól

Málsnúmer 2003079

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 07.04.2020

Undir þessum lið víkur Nanna Árnadóttir af fundi.

Lagt fram erindi Viktors Freys Elíssonar, dags. 31.03.2020 þar sem hann vill athuga með möguleikann á því fá leigð tæki og tól (lóð og aðra hluti sem auðvelt er að færa á milli) úr líkamsræktum Fjallabyggðar á meðan þær eru lokaðar vegna COVID-19.

Einnig lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála, dags. 03.04.2020 þar sem fram kemur að leitað hefur verið eftir upplýsingum frá átta öðrum sveitarfélögum sem reka líkamsræktarsali og hafa þau ekki farið þá leið að leigja tæki og áhöld úr líkamsæktarsölum til íbúa.

Bæjarráð samþykkir að tæki og áhöld úr líkamsræktarstöðvum sveitarfélagsins verði ekki leigð til íbúa.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 648. fundur - 21.04.2020

Á 184. fundi bæjarstjórnar samþykkti bæjarstjórn tillögu meirihluta þess efnis að vísa afgreiðslu 647. fundar bæjarráðs á málinu Líkamsræktarstöð - Leigja tæki og tól til endurskoðunar í bæjarráði í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verða líklega ekki opnaðar í bráð.

Bæjarráð samþykkir að fela deildarstjóra fræðslu,- frístunda- og menningarmála og forstöðumanni íþróttamannvirkja að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28.04.2020

Á 648.fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var samþykkt að endurskoða synjun á erindi um leigu á tækjum og tólum úr líkamsræktum sveitarfélagsins í ljósi þess að líkamsræktarstöðvar verða ekki opnaðar almenningi í bráð.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, dags. 24.04.2020 ásamt lista yfir handlóð og ketilbjöllur sem hægt væri að leigja út en fyrir liggur að nemendur unglingadeildar Grunnskóla Fjallabyggðar munu nýta aðstöðu, tæki og tól líkamsræktar í Ólafsfirði.

Bæjarráð samþykkir að leigja út handlóð og ketilbjöllur úr líkamsræktinni á Siglufirði. Útleigu verði háttað með eftirfarandi hætti. Deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála er falið að vinna málið áfram ásamt forstöðumanni íþróttamannvirkja.
- Lóð verða ekki leigð nema í 2-3 vikur til að byrja með og þau þurfi að vera komin í hús 20. maí, þar sem nú bendir flest til þess að líkamsræktarsalir opni í lok maí.
- Leiguverð pr. stykki verður 500 kr. fyrir vikuna. 2 handlóð eru þá leigð á 1000 kr. pr. viku.
- Deildarstjóra er falið að útbúa eyðublað, „leigusamning“ þar sem fram koma ákvæði um ábyrgð hvað varðar skemmdir eða annað tjón, t.d. ef lóð glatast. Leigjendur leggja fram númer greiðslukorts á samninginn til tryggingar fyrir tjóni.
- Greiðslufyrirkomulag, greitt verður eftir á með útsendum reikningum.