Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hliðarvegi

Málsnúmer 2003037

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 647. fundur - 07.04.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 17.03.2020 þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi í Ólafsfirði.

Eftirtöldum aðilum yrði gefin kostur á að bjóða í verkið: Árni Helgason ehf., Smári ehf., Bás ehf., Fjallatak ehf., Sölvi Sölvason og Magnús Þorgeirsson.

Bæjarráð samþykkir heimild til þess að halda lokað útboð vegna endurnýjunar á fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi í Ólafsfirði og felur deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 649. fundur - 28.04.2020

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 20.04.2020 þar sem fram koma þau tilboð sem gerð voru í verkið "Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi" mánudaginn 20. apríl sl..
Eftirfarandi tilboð bárust:
Smári ehf. kr. 23.979.390
Sölvi Sölvason kr. 26.897.300
Kostnaðaráætlun var kr. 29.660.500
Undirritaður leggur til við bæjarráð að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

Bæjarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, Smára ehf. í verkið Endurnýjun fráveitu í Bylgjubyggð og Hlíðarvegi.