Breyting á gjaldskrá Norðurár bs

Málsnúmer 1911056

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur - 26.11.2019

Lagt fram til kynningar erindi Magnúsar B. Jónssonar fh. stjórnar Norðurár bs, dags. 18.11.2019 vegna hækkunar á gjaldskrá á urðunarstaðnum Stekkjarvík. Á fundi stjórnar Norðurár bs. 27. maí 2019 var tekin fyrir gjaldskrá fyrir urðunarstaðinn og eftirfarandi bókað:
Farið yfir gildandi gjaldskrá Norðurá bs. en hún hefur verið óbreytt frá árinu 2012 fyrir utan að gjaldflokkur um urðun á sláturúrgangi og dýrahræjum hefur bæst við. Fyrir liggur tillaga að breytingu sem byggir á hækkun neysluvísitölu en frá árinu 2013 hefur hún hækkað um tæp 15%. Gert er ráð fyrir að allir liðir hækki um 5-13% nema flokkurinn kurlað timbur sem lækkar um 11%. Stærstu flokkarnir sem eru blandaður úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum hækkar um 5,1%. Samþykkt að hækkunin taki gildi frá 1. janúar 2020.