Þróun og þjónustumöguleikar í vefmálum sveitarfélaga

Málsnúmer 1906017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 609. fundur - 18.06.2019

Lagt fram erindi Stefnu ehf. varðandi niðurstöður könnunar fyrir lausnir í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 630. fundur - 26.11.2019

Á 629. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn markaðs- og menningarfulltrúa vegna lausna í þróun og þjónustumöguleikum í vefmálum sveitarfélagsins.

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa, dags. 21.11.2019. Þar er lagt til að keypt verði vöktun málefna og leitarvéla á vef betrumbætt. Kostnaður við uppfærsluna er kr. 170.000.-

Bæjarráð samþykkir kostnað kr. 170.000 vegna uppfærslu á vef og vísar til fjárhagsáætlunar 2020.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 676. fundur - 27.11.2020

Lagt fram vinnuskjal markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar, dags. 16.11.2020 varðandi uppfærðan kostnað við uppfærslu á vef sveitarfélagsins, Vöktun málefna, sem samþykkt var að kaupa á fjárhagsárinu 2020.
Viðbótarkostnaður vegna uppfærslu er kr. 190.000 auk þess sem hækkun verður á þjónustugjaldi um 6.450 kr. án vsk. á mánuði.

Bæjarráð samþykkir uppfærsluna sem rúmast innan gildandi fjárhagsáætlunar 2020.