Ónæði af körfuboltavelli á grunnskólalóð Siglufirði

Málsnúmer 1909045

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24.09.2019

Lagt fram erindi Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur, dags. 15.09.2019 varðandi ónæði af gestum skólalóðar Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði seint um kvöld.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 01.10.2019

Á 621. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Hönnu Sigríðar Ásgeirsdóttur er varðaði ónæði á körfuboltavelli á skólalóð Grunnskóla Fjallabyggðar á Siglufirði seint um kvöld.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideilar, dags. 27.09.2019 þar sem lagt er til að útbúið verði skilti með umgengnisreglum og sett við körfuboltavöllinn, sambærilegu því sem er á sparkvellinum, og að skoðað verði að hækka grindverk til þess að koma í veg fyrir að boltar fari í glugga á húsinu við Norðurgötu 4b.

Bæjarráð samþykkir að setja umgengnisreglur á körfuboltavöllinn og að grindverkið verði hækkað og felur deildarstjóra tænideildar að vinna málið áfram.