Styrkumsóknir 2019 - Fasteignaskattur félagasamtaka

Málsnúmer 1809049

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 579. fundur - 01.11.2018

Farið yfir umsóknir um styrk á móti fasteignaskatti félagasamtaka 2019.

Niðurstaðan er innan áætlaðra framlaga á fjárhagsáætlun 2019.

Bæjarráð samþykkir að taka málið upp eftir að búið verður að leggja á fasteignagjöld með formlegum hætti í febrúar 2019.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 592. fundur - 12.02.2019

Lagðar fram umsóknir félagasamtaka um styrk vegna fasteignaskatts á árinu 2019.

Bæjarráð samþykkir að veita umsækjendum styrk vegna fasteignaskatts á árinu 2019 samtals kr. 2.882.404.-

Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 01.10.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra stjórnsýslu- og fjármála, dags. 26.09.2019 þar sem lagt er til að Slysavarnardeild kvenna í Ólafsfirði verði veittur styrkur vegna umsóknar fyrir árið 2019 en vegna mistaka fyrirfórst að afgreiða umsóknina.
Bæjarráð biðst velvirðingar á þessum mistökum og samþykkir að veita Slysavarnarfélagi Kvenna í Ólafsfirði styrk vegna fasteignaskatts í samræmi við gildandi reglur kr. 242.139 vegna fasteignar að Strandgötu 23.

Bæjarráð samþykkir viðauka nr. 16/2019 að upphæð kr. 250.000. sem ekki hreyfir handbært fé, á deild 00060, lykill 0081 kr.-250.000 og deild 00060, lykill 9285 kr.250.000.