Framlenging verksamnings um ræstingu á Leikskálum

Málsnúmer 1909072

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 01.10.2019

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra fræðslu- frístunda og menningarmála dags. 26.09.2019 þar sem fram kemur að gildandi verksamningur við Minný ehf. um ræstingu á Leikskálum rennur út 31. desember nk. Í samningnum er ákvæði um framlengingu um eitt ár í senn, tvisvar sinnum. Deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála leggur til við bæjarráð að heimildarákvæði um framlengingu verði nýtt og samningurinn framlengdur til 31. desember 2020.

Bæjarráð samþykkir að framlengja verksamningi við Minný ehf. um ræstingu á Leikskálum í eitt ár í samræmi við framlengingarákvæði samnings og felur deildarstjóra fræðslu-, frístunda og menningarmála að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 625. fundur - 22.10.2019

Lagt fram undirritað samkomulag um framlengingu verksamnings milli Fjallabyggðar og Minnýjar ehf. skv. 10 gr. verksamnings um ræstingu í Leikskálum.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.