Birkigarðurinn í Ólafsfirði

Málsnúmer 1909057

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Fjallabyggðar - 621. fundur - 24.09.2019

Lagt fram erindi Garðyrkjufélags Íslands dags. 18. september 2019 er varðar hugmyndir um almennings- eða trjágarðs í miðbæ Ólafsfjarðar, á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar.

Bæjarráð Fjallabyggðar - 622. fundur - 01.10.2019

Á 621. fundi bæjarráðs óskaði ráðið eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar vegna erindis Garðyrkjufélags Íslands dags. 18. september 2019 er varðar hugmyndir um almennings- eða trjágarðs í miðbæ Ólafsfjarðar, á milli Tjarnarstígs, Aðalgötu og lóðar Grunnskóla Fjallabyggðar og yrði samtengdur grænu svæði austan Ægisgötu þar sem nú er Aldingarður æskunnar.
Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar, dags. 24.09.2019 þar sem fram kemur að svæðið sem um ræðir hentar vel til gróðursetningar á trjám en lagt til að ekki verði plantað alveg að plani/bílastæði nyrst þar sem hugsanlega þurfi að fjölga bílastæðum fyrir íþróttamiðstöðina og grunnskólann þannig að lagt verði báðum megin á planið.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að ræða þann möguleika við Garðyrkjufélag Íslands ef að verður að gróðursetja lægri gróður og að haft verði samráð við skíðafélag Ólafsfjarðar, sem nýtt hefur sér svæðið til gönguskíðaiðkunar, við hönnun á svæðinu.